Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í Noregi hefur sýndarveruleikagirðingin verið prófuð á nautgripum og geitum við góðan árangur en sauðfé virðist ekki tengja nógu vel við tæknina.
Í Noregi hefur sýndarveruleikagirðingin verið prófuð á nautgripum og geitum við góðan árangur en sauðfé virðist ekki tengja nógu vel við tæknina.
Fréttir 29. nóvember 2017

Sýndarveruleiki í stað girðingar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Við norska umhverfisháskólann NMBU eru Knut Egil Bøe og samstarfsfólk hans byrjuð að nota hálsólar með GPS-hnitum á búgripi í stað þess að setja upp girðingar og gefa tilraunirnar góða raun. Er það von manna að með þessari nýju tækni verði girðingar óþarfar í framtíðinni, þess í stað fái dýrin með hálsólarnar rafmagnsstuð í sig í gegnum þær fari þau of langt út fyrir tilætluð svæði. 
 
„Nofence er norsk uppfinning en hugmyndin um sýndar­veruleikagirðingar er ekki alveg ný af nálinni. Þróun á einföldum hundahálsböndum hófst árið 1973 til að kenna hundum að veiða eða smala eins og til dæmis kindum. Síðan hefur orðið þróun eins og í öðru en ég veit ekki um neitt annað kerfi en Nofence sem hægt er að nota fyrir hjarðir dýra,“ útskýrir Knut Egil Bøe, prófessor við NMBU.
 
Hljóðmerki og rafstuð
 
Nofence-tæknin er í raun sýndarveruleiki þar sem óþarfi verður að girða fyrir búfénað. Dýrin fá hálsól sem er með ákveðnum GPS-hnitum. 
 
„Eigandi dýranna setur inn á stafrænt kort það beitarsvæði sem hann óskar eftir að dýrin gangi á og því eru þetta ákveðin landamæri í sýndarveruleika sem dýrin geta gengið um á. Þegar dýrin nálgast landamærin byrjar hálsólin að titra um leið og það kemur ákveðið hljóðmerki sem eykst eftir því sem þau ganga lengra. Ef að dýrið hunsar þessi skilaboð og fer yfir landamærin þá fær það rafmagnsstuð í sig,“ útskýrir Knut Egil og segir jafnframt:
 
„Styrkurinn á rafmagnsstuðinu er mun minni en frá rafmagnsgirðingu. Þegar dýrið er búið að læra inn á hálsólina og hvaða mörk þau hafa þá eiga þau að bregðast við hljóðmerkjunum og fá þá sjaldan rafstuð.“
 
Knut Egil Bøe, prófessor við NMBU-háskólann í Noregi, hér með samstarfskonu sinni en þau hafa gert tilraunir á nýrri tækni, Nofence, sem er girðing í sýndarveruleika.
 
Reynist vel á nautgripum og geitum
 
Kerfið hefur mest verið notað á geitur í Noregi en þó hafa verið gerðar prófanir á nautgripum og sauðfé. Þróunarferlið hefur gengið vel en þó eru á kerfinu nokkrir annmarkar sem þarf að huga að.
 
„Í dag er kerfið notað á geitur á um 100 bóndabæjum hér í Noregi og á um það bil þúsund geitur í heildina.  Við fylgjumst vel með hvernig þetta gengur og hvernig dýrin bregðast við þessari nýju tækni. Einnig hefur þetta verið prófað á kvígum sem tengdu rétt við varúðarmerkjunum og rafstuðunum en fleiri tilraunir þarf til,“ útskýrir Knut Egil og segir jafnframt:
 
„Þær tilraunir sem hafa verið gerðar með sauðfé sýna að það nær ekki að tengja sig við tæknina. Okkar upplýsingar sýna að það líða aðeins nokkrir dagar frá því að dýrin fá hálsólarnar á sig þar til þau fara alveg eftir þeim hljóðmerkjum sem þau fá í gegnum tækið. Það er líka mikilvægt að þau aðlagist fljótt tækninni vegna öryggisþátta.“
 
Dýrin fá hálsól með GPS-hnitum og ef þau fara út fyrir leyfilegt svæði fá þau ákveðin hljóðmerki í gegnum tækið og að endingu rafstuð fari þau enn lengra út fyrir svæðið. 
 
Margir möguleikar og kostir
 
Eins og með alla tækni eru ákveðnar áskoranir sem þarf að komast yfir og segir Knut Egil það helst snúa að batteríunum sem eru í hálsólinni.
 
„Þrátt fyrir að það sé sólarsella á tækinu þá duga batteríin í um fjórar vikur en þá þarf að setja ný og fullhlaðin batterí í tækið. Í dag er þetta stærsta hagnýta áskorunin með tækið. Þar að auki erum við háð góðri GPS-tækni og netsambandi þannig að kerfið eigi að virka á sem ákjósanlegastan hátt,“ segir Knut Egil, og varðandi fleiri áskoranir bætir hann við:
 
„Girðing í sýndar­veruleika er ekki jafn örugg og manngerðar girðingar. Þannig er ekki þorandi til dæmis á stöðum þar sem er mikil umferð að hafa annað en manngerðar girðingar. Kosturinn við svona tegund af girðingu er þó sá að þetta gefur einstakt tækifæri til að girða inn stór beitarsvæði sem annars hefðu aldrei verið girt af með staurum og neti. Þess vegna getur slík girðing orðið mikilvægur hluti af nýtingu á stórum beitarsvæðum sem eru ekki nýtt í dag. Annar kostur er einnig að í tækinu er hægt að lesa staðsetningu dýranna í rauntíma og það koma skilaboð í farsímann ef dýr sem er skráð er ekki „virkt“ eða ef það flýr í burtu. Þetta getur verið mikill kostur fyrir dýravelferð og maður kemur einnig í veg fyrir að dýr geti fest sig í manngerðum girðingum.“ 
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...