Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum
Fréttir 10. maí 2019

Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í gæludýrum á Íslandi og er ónæmi algengara í innfluttum dýrum. Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í hundum og köttum er svipað og í kjúklingum, svínum og lömbum á Íslandi. Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum.

Í nýrri skýrslu Matvælastofnunnar segir að bakteríur sem bera þessi gen séu líklegri til að vera fjölónæmar. Einnig voru E. coli bendibakteríur rannsakaðar til að meta algengi ónæmis í viðkomandi dýrategund. Gæludýr eru jafnan í mikilli snertingu við eigendur sína og því líklegt að bakteríur berist þeirra á milli.

Fjölónæmar bakteríur

ESBL/AmpC myndandi E. coli greindist í 5,2% sýna sem voru tekin úr gæludýrum innanlands (5 af 97 sýnum). Fjórir stofnar reyndust fjölónæmir, þar af tveir mjög fjölónæmir eða fyrir 8 sýklalyfjaflokkum. E. coli bendibakteríur reyndust 10,4% (5 af 48 stofnum) ónæmar fyrir einu eða fleiri sýklalyfjum, enginn stofn var þó fjölónæmur . Bakteríur eru fjölónæmar ef þær eru ónæmar fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum.

Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í innfluttum gæludýrum var nær helmingi hærra en í gæludýrum innanlands eða í 9,7% sýna sem voru tekin úr innfluttum gæludýrum í einangrunarstöð (7 af 72 sýnum). Sex stofnar voru fjölónæmir, þar af einn mjög fjölónæmur, en hann reyndist ónæmur fyrir 7 sýklalyfjaflokkum. E. coli bendibakteríur reyndust 14% (7 af 50 stofnum) ónæmar fyrir einu eða fleiri sýklalyfjum. Tveir stofnar voru fjölónæmir.

Tilvist þessara stofna í þörmum er í sjálfu sér ekki skaðleg

Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum könnuðu algengi sýklalyfjaónæmra E. coli í hundum og köttum á Íslandi. Verkefnið var hluti af meistaraverkefni við Dýralæknaháskólann í Kaupmannahöfn. Kannað var algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli og sýklalyfjaónæmi E. coli bendibaktería í saursýnum gæludýra. Sýnum var safnað úr hundum og köttum í samvinnu við dýralækna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Auk þess fengust saursýni úr hundum og köttum sem þá dvöldu í einangrunarstöð vegna innflutnings til landsins.

Tilgangur verkefnisins var að kanna algengi sýklalyfjaþolinna saurgerla (E. coli) í þarmaflóru heilbrigðra gæludýra á Íslandi. Saurgerlar eru náttúrulegur hluti heilbrigðrar þarmaflóru í mönnum og dýrum en sýklalyfjaþolnir stofnar geta verið til staðar í heilbrigðum einstaklingum. Þessir ónæmu stofnar geta komið til vegna utanaðkomandi smits frá umhverfi, frá öðrum dýrum eða jafnvel frá mönnum, auk ónæmismyndunar vegna sýklalyfjanotkunar. Tilvist þessara stofna í þörmum er í sjálfu sér ekki skaðleg, en vandamál vegna þeirra í meðferð sýkinga (t.d. þvagfærasýkinga og blóðeitrana) hefur aukist.

Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag og hafa alþjóðastofnanir hvatt þjóðir heims til að efla rannsóknir sem nýta mætti til að stemma stigu við þessari ógn. Aukið ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum veldur vandamálum við meðferð sýkinga og hefur þannig slæmar afleiðingar fyrir heilsu manna og dýra, auk þess sem það veldur auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Sýklalyfjaónæmar bakteríur og ónæmisgen geta borist milli manna og dýra t.d. með snertingu, í gegnum umhverfið og í gegnum matvæli. Enn skortir þó þekkingu að hversu miklu leyti sýklalyfjaónæmi í mönnum kemur frá dýrum og umhverfi og öfugt.


Ítarefni


Skýrsla Matvælastofnunar um vöktun á sýklalyfjaónæmi 2018


Vöktun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum 2018 – frétt Matvælastofnunar frá 20.03.19


Stefna stjórnvalda gegn sýklalyfjaónæmi - frétt Matvælastofnunar frá 15.02.19

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...