Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum
Fréttir 10. maí 2019

Sýklalyfjaónæmi í gæludýrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í gæludýrum á Íslandi og er ónæmi algengara í innfluttum dýrum. Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í hundum og köttum er svipað og í kjúklingum, svínum og lömbum á Íslandi. Um er að ræða E. coli bakteríur sem bera með sér gen sem hafa þann eiginleika að mynda ónæmi gegn mikilvægum sýklalyfjum.

Í nýrri skýrslu Matvælastofnunnar segir að bakteríur sem bera þessi gen séu líklegri til að vera fjölónæmar. Einnig voru E. coli bendibakteríur rannsakaðar til að meta algengi ónæmis í viðkomandi dýrategund. Gæludýr eru jafnan í mikilli snertingu við eigendur sína og því líklegt að bakteríur berist þeirra á milli.

Fjölónæmar bakteríur

ESBL/AmpC myndandi E. coli greindist í 5,2% sýna sem voru tekin úr gæludýrum innanlands (5 af 97 sýnum). Fjórir stofnar reyndust fjölónæmir, þar af tveir mjög fjölónæmir eða fyrir 8 sýklalyfjaflokkum. E. coli bendibakteríur reyndust 10,4% (5 af 48 stofnum) ónæmar fyrir einu eða fleiri sýklalyfjum, enginn stofn var þó fjölónæmur . Bakteríur eru fjölónæmar ef þær eru ónæmar fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum.

Algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli í innfluttum gæludýrum var nær helmingi hærra en í gæludýrum innanlands eða í 9,7% sýna sem voru tekin úr innfluttum gæludýrum í einangrunarstöð (7 af 72 sýnum). Sex stofnar voru fjölónæmir, þar af einn mjög fjölónæmur, en hann reyndist ónæmur fyrir 7 sýklalyfjaflokkum. E. coli bendibakteríur reyndust 14% (7 af 50 stofnum) ónæmar fyrir einu eða fleiri sýklalyfjum. Tveir stofnar voru fjölónæmir.

Tilvist þessara stofna í þörmum er í sjálfu sér ekki skaðleg

Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum könnuðu algengi sýklalyfjaónæmra E. coli í hundum og köttum á Íslandi. Verkefnið var hluti af meistaraverkefni við Dýralæknaháskólann í Kaupmannahöfn. Kannað var algengi ESBL/AmpC myndandi E. coli og sýklalyfjaónæmi E. coli bendibaktería í saursýnum gæludýra. Sýnum var safnað úr hundum og köttum í samvinnu við dýralækna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Auk þess fengust saursýni úr hundum og köttum sem þá dvöldu í einangrunarstöð vegna innflutnings til landsins.

Tilgangur verkefnisins var að kanna algengi sýklalyfjaþolinna saurgerla (E. coli) í þarmaflóru heilbrigðra gæludýra á Íslandi. Saurgerlar eru náttúrulegur hluti heilbrigðrar þarmaflóru í mönnum og dýrum en sýklalyfjaþolnir stofnar geta verið til staðar í heilbrigðum einstaklingum. Þessir ónæmu stofnar geta komið til vegna utanaðkomandi smits frá umhverfi, frá öðrum dýrum eða jafnvel frá mönnum, auk ónæmismyndunar vegna sýklalyfjanotkunar. Tilvist þessara stofna í þörmum er í sjálfu sér ekki skaðleg, en vandamál vegna þeirra í meðferð sýkinga (t.d. þvagfærasýkinga og blóðeitrana) hefur aukist.

Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag og hafa alþjóðastofnanir hvatt þjóðir heims til að efla rannsóknir sem nýta mætti til að stemma stigu við þessari ógn. Aukið ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum veldur vandamálum við meðferð sýkinga og hefur þannig slæmar afleiðingar fyrir heilsu manna og dýra, auk þess sem það veldur auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Sýklalyfjaónæmar bakteríur og ónæmisgen geta borist milli manna og dýra t.d. með snertingu, í gegnum umhverfið og í gegnum matvæli. Enn skortir þó þekkingu að hversu miklu leyti sýklalyfjaónæmi í mönnum kemur frá dýrum og umhverfi og öfugt.


Ítarefni


Skýrsla Matvælastofnunar um vöktun á sýklalyfjaónæmi 2018


Vöktun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum 2018 – frétt Matvælastofnunar frá 20.03.19


Stefna stjórnvalda gegn sýklalyfjaónæmi - frétt Matvælastofnunar frá 15.02.19

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...