Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dominique Plédel Jónsson, stjórnarkona í Neytendasamtökunum.
Dominique Plédel Jónsson, stjórnarkona í Neytendasamtökunum.
Skoðun 4. ágúst 2017

Sýklalyfjaónæmi: Er allt svart og hvítt?

Höfundur: Dominique Plédel Jónsson
Félag Atvinnurekanda birti skýrslu 20. júlí síðastliðinn, um hættuna fyrir heilsu manna og dýra sem gæti fylgt (eða ekki) innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og eggjum.
 
Skýrslan er svar dýra-lækn­anna Ólafs Odd-geirssonar og Ólafs Vals­sonar við sjö spurn­ingum sem FA lagði fyrir þá og varða möguleg áhrif aukins innflutnings ferskum landbúnaðarvörum á dýra­heilbrigði og heilsu fólks á Íslandi. 
 
Skýrslan virðist faglega unnin og höfundar sem og ráð­gjafa­fyrirtækið (Food Control Consultant) fær um þessa greinargerð með þeim fyrirvara að enginn sérfræðingur um sýklalyfjaónæmi var á meðal höfunda. 
Niðurstöður FA útfrá svörum skýrsluhöfundanna við sjö spurningum félagsins eru að hættan sé meiri frá ofnotkun sýklalyfja, lyfjamengun frá Landspitalanum og frá ferðamönnum en frá innflutningi á kjöti og að flytja inn hrátt kjöt, ógerilsneydda mjólk og egg og að sá innflutningur mun ekki setja heilsu manna og dýra í hættu.
 
Skýrsluna má finna á vef­síðu Félags atvinnurekenda, atvinnurekendur.is. Í kjölfarið kom fljótlega hörð og málefnaleg gagnrýni fagmanna samanber gagnrýni sérfræðilæknis í sýklafræði hér til hliðar.
 
Þessi umræða vekur fleiri spurningar en hún svarar:
 
1) Smithætta af alvarlegu tagi getur stafað af eftirfarandi bakteríum: salmonellu, kampylo­bakter, E.coli og auk sýklalyfjaónæmra baktería sem hafa myndað ónæmi fyrir þekktum sýklalyfjum og eru ein mesta heilbrigðisvá nútímans. Alltaf koma upp alvarleg smittilfelli þar sem fyrstu þrjár tegundir eiga í hlut og er það nánast eingöngu í gegnum matvæli. Reglur og eftirlit má alltaf bæta, en leiðir til að takmarka smit eru þekktar og virka. Stóra vandamálið er sýklalyfjaónæmar bakteríur sem geta borist með ýmsum leiðum. Varðandi matvæli berast þær frá dýrum í fólk sem er í beinni snertingu við dýrin (starfsfólk eldisstöðvar eða álíka) en líka með krossmengun frá sýktu kjöti, sem er algengara. Þetta er ný staða, því yfirleitt hefur verið horft til að smit gerist á spítölum þar sem sýklalyfjanotkun er mjög mikil. Umhverfismengun er einnig töluverð bæði frá verksmiðjubúskap  (skolpvatn og úrgangur) og spítölum.
 
2) Það er staðreynd að í þeim löndum þar sem notkun sýklalyfja í dýraeldi er mest (í Evrópu er það í Þýskalandi, Ítalíu, Spáni) er þetta orðin veruleg heilbrigðisvá og vísindamenn hafa varað sterklega við þróuninni sem á sér stað þar. Líkt og kemur fram í skýrslu Ólafs Oddgeirssonar og Ólafs Valssonar, þá hafa nógu mörg tilfelli komið fram til að sýna tengsl á milli dýra og manna. Að notast við skýrsl­ur frá Danmörku og Hollandi líkt og skýrsluhöfundar gera til að sanna áhrifin er ekki mjög sannfærandi því þessi tvö lönd eru meðal þeirra 10 sem nota minnst af sýklalyfjum í dýraeldi í Evrópu. 
 
3) Í Evrópu er sýklalyfja­notkun bönnuð í dýrafóðri og sem forvörn eða vaxtahvati. Í mörgum Evrópulöndum eru sýklalyf samt gríðarlega mikið notuð til að halda niðri sjúkdómum í verksmiðjubúskap  og þaðan kemur hættan á sýklalyfja­ónæmi eins og tölur sanna. Eiga neytendur að horfa framhjá því? Hver verður þróunin í þessum efnum? Hvaða forvörn er best að beita til að vernda neytendur? Það gleymist í skýrslunni að taka fram að notkun sýklalyfja í dýraeldi er orðin tvöföld á við sýklalyfjanotkun í fólki.*
 
4) Sýklalyfjanotkun (jafnvel ofnotkun) á spítölum og almennt í mönnum er önnur umræða sem hefur verið áberandi undanfarin ár og skapar verulega hættu við ónæmi manna fyrir sýklalyfjum. Það er vafasamt að blanda henni í innflutningsmál á hráu kjöti eða eggjum.
 
5) Meginspurningarnar sem þarf að svara eru: hvernig eru hagsmunir neytenda best varðir? Hver er ávinningur fyrir neytendur að opna fyrir innflutning á ófrosnu kjöti? Virk samkeppni og upplýst val neytenda er aðalatriði í öllum tilfellum, en er hún ekki þegar fyrir hendi? Með tilkomu Costco er samkeppnin enn virkari. 
 
Það er mikilvægt að það ríki samkeppni á matvælamarkaði og að neytendur hafi  upplýst val og geti veitt aðhald með verðlagi, en ábyrgð fylgir henni einnig og meðal annars þegar lýðheilsa á í hlut sem og dýraheilsa. Að mínu mati er ávinningurinn af því að flytja inn hrátt kjöt ekki mikill fyrir íslenska neytendur sem hafa þegar aðgang að innfluttu kjöti í ríkum mæli þótt frosið sé. Þeir hafa auk þess ávallt aðgang að góðu innlendu hráefni, miðað við lága tíðni bakteríusmits í íslenskum landbúnaðarafurðum. Hags­munir þeirra verða að vera hafðir að leiðarljósi í einu og öllu.
 
Dominique Plédel Jónsson, 
stjórnarkona í Neytendasamtökunum
________________________
* Sjá fréttatilkynningu sem vitnar í tvær opinberar heimildir: New data published on Friday 14 October by the European Medicines Agency (EMA) reveals that many European countries are failing to put an end to massive overuse of antibiotics in farming [1]. Use of antibiotics in Europe remains more than twice as high in animals as in humans [2].), sjá á www.ciwf.org.uk
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...