Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 28. mars 2019

Sýklalyfjaónæmar bakteríur voru í heilbrigðisvottuðu kjöti frá Spáni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sýkla­lyfjaónæmar bakteríur sem fundust við skimun í íslenskum lömbum hafi fundist í þörmum lambanna en ekki kjöti þeirra.  Hér var ekki um að ræða sjúkdómsvaldandi bakteríur heldur bakteríur sem hafa ónæmi fyrir sýklalyfjum eða geta þróað ónæmi og dreift í aðrar bakteríur.

„Ég tel að ekki megi nota niðurstöðuna til að afvegaleiða umræðuna um góða stöðu sýklalyfjaónæmis í íslenskum landbúnaði. Það alvarlega í þessu máli er að samkvæmt skýrslu Mast er hingað til lands flutt kjöt með heilbrigðisvottorð sem samt inniheldur sýklalyfjaónæmar og sjúkdómsvaldandi bakteríur.“

Við vöktun Matvælastofnunar á sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum árið 2018 voru í fyrsta sinn tekin sýni úr íslenskum lömbum til skimunar. Í 4% þeirra 70 lamba sem voru skimuð greindust ESBL/AmpC myndandi E. coli í þörmum þeirra en engar slíkar bakteríur greindust í kjöti þeirra.

Sjúkdómastaða hér á landi er einstök

Unnsteinn segir að þetta hafi að vissu leyti komið á óvart. „Við höfum svo sem alltaf vitað að hér á landi finnast sýklalyfjaónæmar bakteríur eins og alls staðar nema hvað tíðni þeirra er mjög lág hér á landi og það er sú staða og okkar einstaka sjúkdómastaða sem við eigum að verja.

Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem lömb hér á landi eru skimuð með þessum hætti höfum við ekkert til að miða við varðandi það hver þróunin hefur verið. Samkvæmt skýrslu Mast er tíðni ónæmu bakteríanna svipuð á öðrum Norðurlöndunum en minna en almennt er í Evrópu.

Ég bendi líka á að bakteríurnar fundust í þörmum lambanna en ekki í kjöti og því má ekki nota niðurstöðuna til að afvegaleiða umræðuna. Ástandið hér þegar kemur að sýklalyfjaónæmi er eitt það besta í heiminum. Það finnast aðrar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería sem við viljum alls ekki fá til landsins.“

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í vottuðu innfluttu kjöti

Í skýrslunni kemur líka fram að sýklalyfjaónæmar bakteríur hafi fundist í svínakjöti innfluttu frá Spáni sem þó var að fullu heilbrigðisvottað.

„Það er auðvitað gífurlega alvarlegur hlutur. Getum við treyst þeim heilbrigðisvottunum sem fylgja innfluttum kjötafurðum?  Þetta hvetur okkur til þess að efla frekar eftirlit með innflutningi.“

Ekki vitað um uppruna bakteríanna

Í skýrslu Mast segir að hvernig ónæmar bakteríur bárust í lömbin eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum sé ekki vitað og ekki heldur hvort um aukningu sé að ræða. Líkt og í öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur.

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...