Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst á Íslandi og í Noregi
Fréttir 20. október 2016

Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst á Íslandi og í Noregi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ekkert lát er á óhóflegri notkun sýklalyfja í evrópskum landbúnaði. Það hefur m.a. leitt til ört vaxandi aukningar sýklalyfjaónæmra baktería sem berast í fólk. Staðan í íslenskum landbúnaði er eftir sem áður með því besta sem þekkist. Er hvergi notað minna af sýklalyfjum  í þessari grein á hvern grip en hér á landi og Noregi.
 
 
Salan á virkum fúkkalyfjum í 29 Evrópulöndum 2014 nam 8.176 tonnum og nærri 67% af því var notað í þrem löndum, þ.e. á Spáni, í Þýskalandi og á Ítalíu. Þetta má lesa út úr nýjusti skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu (European Medicine Agency – EMA). Hún ber titilinn „Sala sýklalyfja til dýralækninga í 29 Evrópulöndum 2014 – þróun á árunum 2011 til 2014.“
 
Sem fyrr er notkunin á Íslandi með því langminnsta sem þekkist. Fram kemur í skýrslunni að mest er notkun sýklalyfja í landbúnaði á Spáni. Þar er hún rúmlega 80 sinnum meiri mælt í milligrömmum á þyngdareiningu (mg/PCU) en á Íslandi. Inni í tölunum eru lyf sem blandað er í fóður sem fyrirbyggjandi varnir og sem vaxathvetjandi efni. Á Spáni er nær 70% af sýklalyfjunum blandað í fóður, eða 292,1 mg/PCU af 418,8 mg/PCU heildarmagni. Á Íslandi er talan 0, en 0.9% í Noregi. Langstærsti hluti þess litla sýklalyfjamagns sem  hér er notað er beitt ef dýr veikjast og er þá gefið með sprautum í samráði við dýralækna. Það eru 4,5 mg/PCU á meðan Spánverjar eru að nota 17,2 mg/PCU af sprautulyfjum auk gríðarlegs magns annarra lyfjaforma. 
 
Þegar skoðuð er sala á lyfjum í sprautuformi eingöngu, er hlutfallið á grip hæst í Króatíu og næsthæst á Ítalíu. Síðan kemur Spánn, Kýpur, Eistland, Danmörk og Frakkland. Salan á sprautulyfjum er hins vegar hlutfallslega lægst í Noregi og síðan á Íslandi og í Austurríki. 
 
Hin mikla sýklalyfjanotkun í Evrópu sem fram kemur í úttekt  EMA sýnir að ekki hefur verið brugðist við viðvörunum læknasamtaka um nauðsyn þess að draga úr sýklalyfjanotkun. Þeir hafa varað við afleiðingunum sem er mikil aukning  lyfjaónæmra baktería eins og MRSA. Þegar sýklalyfjaónæmar bakteríur berast í fólk er voðinn vís. Veldur þetta ört vaxandi vanda á sjúkrahúsum og fjölgar hratt í þeim hópi sem læknar hafa engin úrræði til að bjarga. Tugir þúsunda látast nú árlega í Evrópu vegna sýkinga sem ekki er hægt að ráða við með sýklalfjum. 
 
Að vísu minnkað notkunin sýklalyfja í landbúnaði örlítið frá 2011 til 2013, en frá 2013 til 2014 jókst hún á ný um 7,5%. Bent hefur verið  á að vegna ástandsins sé farið að nota mun meira af sterkum lyfjunum eins og colistin macrolides. Það eru svokallað lokaúrræðalyf til að reyna að drepa ofursýkingar í fólki. Eins hefur sala á nýjasta lyfinu fluoroquinolones aukist en það er m.a. notað við lífshættulegri lungnabólgu. Athygi vekur að þau lönd sem mest nota af sýklalyfjum eru þau sömu og framleiða megnið af kjötinu sem flutt er til Íslands. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...