Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá sóttvarnasviði Embættis landlæknis.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá sóttvarnasviði Embættis landlæknis.
Fréttaskýring 30. júlí 2019

Sýkingin tengist ísnum mjög sterkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórólfur Guðnason, sóttvarna­læknir hjá sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði fyrir helgi að hann vonist til að faraldurinn sé að fjara út.

„Þegar sýkingar af þessu tagi koma upp eru tvær leiðir sem notaðar eru til að greina sýkingaleiðir og hvernig sýkingar berast í fólk. Annars vegar með því að safna faraldsfræðilegum upplýsingum eins og því hvað einstaklingar sem sýkjast eiga sameiginlegt og tengir þá. Hins vegar rannsóknir á bakteríum og hvar er hægt að sýna fram á tilvist þeirra.

Vandinn við tilfelli Efstadals II er að ísinn sem þeir sem veiktust borðuðu er ekki tiltækur til rannsókna. Út frá faraldsfræðilegum upplýsingum tengjast sýkingarnar því að hafa verið í Efstadal II og hafa borðað ís. Í framhaldi af því má líka segja að flestir, sérstaklega börnin, sem heimsækja Efstadal II borða ís án þess að veikjast. Það er því ekki hægt að segja fyrir víst að sýkingin tengist ísnum þrátt fyrir að tengingin þar á milli sé mjög sterk.

Eins og komið hefur fram fundust bakteríurnar sem ollu sýkingunni í kálfum á staðnum og spurningin er því hvernig hún barst á milli þeirra og barnanna og það getur reynst erfitt að sýna fram á hvernig það gerðist með óyggjandi hætti.“

Þórólfur segir að það geti tekið frá einum til tveimur dögum og upp í tíu daga og jafnvel þrjár vikur fyrir einkenni veikinda að koma fram frá smiti. Yfirleit koma einkenni fram á fyrstu vikunni eftir sýkingu. „Í tilfelli Efstadals II eru aðallega börn sem hafa veikst og það eru þau sem sýna mestu einkenni sýkinga. Börnin sem veikst hafa eru á aldrinum frá fimm mánaða og upp í tólf ára og veikindi yngsta barnsins voru mjög slæm og það lá lengi á Barnaspítalanum áður en það var útskrifað. Fullorðnir geta fengið í sig bakteríuna án þess að veikjast eða bara sýnt væg einkenni.“

Þórólfur segir að í verstu tilfellum geti sýking af völdum þessarar gerðar af E. coli valdið blóðleysi, nýrnabilun og lækkun á blóðflögum í blóði og jafnvel krampaköst. „Yfirleitt ganga einkennin fljótt yfir en þau geta einnig orðið viðvarandi og valdið eftirköstum en mjög erfitt er að segja til um hvort slíkt gerist og eingöngu hægt að sjá með framtíðareftirliti.

Besta leiðin til að forðast smit er að gæta hreinlætis í umgengni við dýr og matvæli og á stöðum þar sem smit er mögulegt. Fólk á til dæmis að þvo sér um hendur eftir að hafa umgengist dýr og ætla svo að fá sér að borða.

Bakterían sem hér um ræðir þarf einhvern veginn að komast ofan í fólk til að valda sýkingu og slíkt getur annaðhvort gerst með mat eða af fingrum fólks. Hreinlæti þeirra sem framleiða og framreiða mat verður því að vera í lagi.“

Að lokum segir Þórólfur að tilfellið í Efstadal II veki spurningar um hvort að það sé heppilegt fyrirkomulag að vera með framleiðslu og framreiðslu á matvælum í svona mikilli nánd við dýrahald.

„Þrátt fyrir að í flestum tilfellum gangi allt vel og allt sé í góðu lagi þarf ekki að koma upp nema einu sinni svona illvíg baktería sem smitast auðveldlega milli manna til að valda alvarlegum skaða.“

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...