Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Syðri-Grund
Bærinn okkar 8. október 2015

Syðri-Grund

Árið 2003 tókum við jörðina Syðri-Grund á leigu, upphaflega ætluðum við að kaupa bara bústofninn sem er sauðfé en fengum ekki að flytja hann af jörðinni og rekum við því bú á tveimur jörðum, Hrafnabjörgum sem við keyptum 1998 og Syðri-Grund. Síðan þá höfum við verið að fjölga fénu. 
 
Býli:  Syðri-Grund.
 
Staðsett í sveit:  Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Sigurður Árnason og Ólöf Kristín Einarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum fjögur börn; Ingimar Axel 1981, Kristrún Huld 1984, Anna Þóra 1989 og Eydís 1995. Gæludýrin eru Skvísa og Skuggi sem eru smalahundarnir á bænum og kettirnir Nala og Keli.
 
Stærð jarðar?  Um það bil 500 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 700 fjár og 36 blóðmerar og nokkur trippi til viðhalds stofninum.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Verkin eru breytileg eftir árstímum og alltaf nóg að gera. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður, merarnar kasta, sláttur og smalamennskur þegar vel viðrar er ávallt skemmtilegt, leiðinlegasta sem hægt er að gera er að skafa grindurnar í fjárhúsunum enda er maður kauplaus við það.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er spurning.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagskerfið er í ágætu lagi en bændaforystan er ekki nógu beitt í því að svara nógu hátt þeim árásum sem bændur verða fyrir.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir því hvernig við getum nýtt aukna tollkvóta til Evrópusambandsins og hvernig við stöndumst aukna samkeppni vegna aukins innflutnings á landbúnaðarafurðum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki afurðanna og lítil lyfjanotkun og ósnortin víðáttan sem t.d. sauðfé og hross alast upp við.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, ab-mjólk og lýsi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í ýmsum útfærslum og Svínavatnssilungur steiktur á pönnu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við keyptum fyrstu lífgimbrarnar.

5 myndir:

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...