Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Syðri-Fljótar
Bóndinn 26. maí 2016

Syðri-Fljótar

Kristín og Brandur keyptu jörðina Syðri-Fljóta 1. apríl 1998 af hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Þá voru hér 59 kindur. Búið er að taka allt í gegn og byggja hesthús og reiðhöll. 
 
Býli:  Syðri-Fljótar.
 
Staðsett í sveit: Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum 2 börn; Svanhildi að verða 16 ára og Lárus að verða 10 ára. Við eigum tíkina Heru frá Laugardælum og köttinn Snældu frá Keldudal.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 4.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og tamningastöð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 430 kindur og um 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Sex mánuði á ári byrjar dagurinn á gegningum, síðan er verið í hesthúsinu allan daginn. Börnin segja að við séum í hesthúsinu alla daga. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf mjög  skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipaðan.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum fylgst alltof lítið með félagsmálum bænda en erum mjög fegin að einhver vilji taka þau að sér.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef verslunin í landinu fær ekki öllu stjórnað í landinu og einokar ekki fjölmiðla og ef ríkið færi nú að auglýsa allar eyðijarðirnar í Meðallandi til leigu þá yrði nú líf í kringum okkur. Það hefur orðið alveg ótrúlegur dráttur á því og hver vísar á annan í þeim málum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Höldum að það ætti að byrja á því að markaðssetja lambakjötið fyrir alla ferðamennina sem eru að koma til landsins.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? AB mjólk, undanrenna, fjörmjólk, ostur og smjör. Erum að reyna að styrkja beljubændurna.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimaslátrað lamba- og ærkjöt, grillað eða steikt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Kristín var valin í landsliðið í hestaíþróttum og öll fjölskyldan fór til Danmerkur á HM til að fylgja henni og Þokka þar sem þau urðu heimsmeistarar í tölti. Það var geggjað gaman.

4 myndir:

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...