Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Mynd / Asia News
Fréttir 6. júní 2019

Svínastofn Kínverjar skorin niður um þriðjung vegna svínapestar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar glíma nú við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest [African swine flu - ASF]. Samkvæmt úttekt sérfræðinga hollenska bankans Robobank þá er gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150-200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins, eða um þriðjungi stofnsins.

Þetta er óneitanlega stór biti en til samanburðar, þá var slátrað um 700 milljónum svína til manneldis í Kína á árinu 2018.

Fjallað var um málið á Business Insider þann 15. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að einkenni veikinnar í svínum sé mikill og blóðugur niðurgangur, þunglindi og fósturmissir. Er sjúkdómurinn sagður ólæknandi og dánartíðnin 100%, en sjúkdómurinn er þó ekki talinn skaðlegur mönnum.

Niðurskurður samsvarar allri svínakjötsframleiðslu Evrópu

Áætlaður er niðurskurður Kínverja á  svínastofninum þýði að svínakjötsframleiðsla þeirra muni dragast saman á þessu ári um 25-35%. Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu. Samkvæmt frétt The New York Times var þegar búið að farga um milljón svínum vegna sjúkdómsins í byrjun apríl.

Mikill niðurskurður talinn hækka heimsmarkaðsverð á svínakjöti

Vegna aukinnar eftirspurnar samfara miklum niðurskurði í Kína er það talið leiða til mikilla verðhækkana á svínakjöti á heimsmarkaði. Kínverjar hafa reynt að bregðast við komandi vanda með að safna brigðum af frosnu svínakjöti. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...