Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Mynd / Asia News
Fréttir 6. júní 2019

Svínastofn Kínverjar skorin niður um þriðjung vegna svínapestar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar glíma nú við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest [African swine flu - ASF]. Samkvæmt úttekt sérfræðinga hollenska bankans Robobank þá er gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150-200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins, eða um þriðjungi stofnsins.

Þetta er óneitanlega stór biti en til samanburðar, þá var slátrað um 700 milljónum svína til manneldis í Kína á árinu 2018.

Fjallað var um málið á Business Insider þann 15. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að einkenni veikinnar í svínum sé mikill og blóðugur niðurgangur, þunglindi og fósturmissir. Er sjúkdómurinn sagður ólæknandi og dánartíðnin 100%, en sjúkdómurinn er þó ekki talinn skaðlegur mönnum.

Niðurskurður samsvarar allri svínakjötsframleiðslu Evrópu

Áætlaður er niðurskurður Kínverja á  svínastofninum þýði að svínakjötsframleiðsla þeirra muni dragast saman á þessu ári um 25-35%. Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu. Samkvæmt frétt The New York Times var þegar búið að farga um milljón svínum vegna sjúkdómsins í byrjun apríl.

Mikill niðurskurður talinn hækka heimsmarkaðsverð á svínakjöti

Vegna aukinnar eftirspurnar samfara miklum niðurskurði í Kína er það talið leiða til mikilla verðhækkana á svínakjöti á heimsmarkaði. Kínverjar hafa reynt að bregðast við komandi vanda með að safna brigðum af frosnu svínakjöti. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...