Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann
Mynd / bbl
Fréttir 12. maí 2018

Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann

Bændablaðið greindi frá því á dögunum að félög svína-, eggja- og kjúklingabænda hygðust ráða sameiginlegan framkvæmdastjóra. Í fréttinni var vísað til orða Ingva Stefánssonar, formanns Félags svínabænda, á aðalfundi þeirra.  

Í kjölfar birtingar fréttarinnar sendi Ingvi blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu sem hér er birt orðrétt og í heild sinni: 

„Í Bændablaðinu sem gefið var út þann 9. maí sl. voru fluttar fréttir af aðalfundi félags svínabænda. Í ræðu undirritaðs sem vitnað var í kom m.a. eftirfarandi fram....“að óskað hafi verið eftir því á síðasliðnu sumri að þessi búgreinafélög (eggja-, kjúklinga- og svína) myndu ráða sér sameiginlegan framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri yrði jafnframt talsmaður þessara búgreina“. Hið rétta er að eggja-, og kjúklingabændur hafa nú þegar sinn eigin framkvæmdastjóra. Þannig var rangt af undirrituðum að nota orðið framkvæmdastjóri og réttara hefði verið að nota eingöngu orðið talsmaður eða upplýsingafulltrúi. Hafa hlutaðeigandi aðilar verið beðnir afsökunar á þessu orðavali. Það leiðréttist hér með.

Virðingarfyllst, Ingvi Stefánsson
Formaður Félags svínabænda“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...