Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann
Mynd / bbl
Fréttir 12. maí 2018

Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann

Bændablaðið greindi frá því á dögunum að félög svína-, eggja- og kjúklingabænda hygðust ráða sameiginlegan framkvæmdastjóra. Í fréttinni var vísað til orða Ingva Stefánssonar, formanns Félags svínabænda, á aðalfundi þeirra.  

Í kjölfar birtingar fréttarinnar sendi Ingvi blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu sem hér er birt orðrétt og í heild sinni: 

„Í Bændablaðinu sem gefið var út þann 9. maí sl. voru fluttar fréttir af aðalfundi félags svínabænda. Í ræðu undirritaðs sem vitnað var í kom m.a. eftirfarandi fram....“að óskað hafi verið eftir því á síðasliðnu sumri að þessi búgreinafélög (eggja-, kjúklinga- og svína) myndu ráða sér sameiginlegan framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri yrði jafnframt talsmaður þessara búgreina“. Hið rétta er að eggja-, og kjúklingabændur hafa nú þegar sinn eigin framkvæmdastjóra. Þannig var rangt af undirrituðum að nota orðið framkvæmdastjóri og réttara hefði verið að nota eingöngu orðið talsmaður eða upplýsingafulltrúi. Hafa hlutaðeigandi aðilar verið beðnir afsökunar á þessu orðavali. Það leiðréttist hér með.

Virðingarfyllst, Ingvi Stefánsson
Formaður Félags svínabænda“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...