Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svertingsstaðir 2
Bóndinn 26. febrúar 2015

Svertingsstaðir 2

Haustið 2003 tekur Hákon við kindunum af systur sinni og á þá hluta af fénu á móti foreldrum sínum. Síðan þá hefur fénu fjölgað jafnt fram til 2011 þegar búið var að fylla gamla fjósið af kindum.
 
Frá 2011 hefur Hákon síðan verið með annan fótinn við búskapinn samhliða vinnu. Haustið 2013 flytjum við svo í Svertingsstaði og Hákon fer að vinna við búið. En 1. febrúar síðastliðinn tökum við svo við búinu.
 
Býli: Svertingsstaðir 2.
 
Staðsett í sveit:  Í Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið í Kaupangssveit.
 
Ábúendur: Hákon B. Harðarson, Þorbjörg Helga Konráðsdóttir. Einnig búa foreldrar Hákonar hér, þau Sólveig A. Haraldsdóttir og Hörður Guðmundsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Eigum tvær dætur, þær Ragnheiði Birtu 4 ára og Halldóru Brá 3 ára. Einnig eru til heimilis hér kanínurnar Skvísa og Lísa og nokkrir fiskar í búri.
 
Stærð jarðar? Ræktað land er 25 ha. En jörðin öll er milli 600 og 700 ha.
 
Gerð bús? Öll helstu húsdýr að svínum og geitum frátöldum.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, 257 kollóttar kindur og 1 hornótt,15 hænur, nokkrir hestar, fjósakötturinn Veiðibrandur og Border collie-tíkurnar Freyja og Tóta.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar byrja og enda á mjöltum og gegningum, þess á milli er hinum ýmsu störfum sinnt, misjafnt eftir árstímum. Þetta er bara þessi venjulega 6–22 vinna.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bóndanum finnst sauðburður og smalamennskur skemmtilegastar en leiðinlegast að þurfa að aflífa veikar skepnur. Frúnni finnst sauðburður skemmtilegastur en leiðinlegast að bíða eftir að síðasta ærin beri.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapurinn verður með svipuðu sniði og hann er í dag. Vonandi verðum við þó búin að bæta við okkur einhverju landi. Svo framleiðum við eins mikið af mjólk og kjöti og við mögulega getum til að ekki þurfi að flytja inn kjöt á innanlandsmarkað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Frekar miklar. Heilt yfir er það fólk sem fer fyrir bændastéttinni að standa sig mjög vel.  En þó er það afar misjafnt eftir búgreinum hversu vel menn eru að standa sig í að vera talsmenn bænda út á við þegar eitthvað bjátar á.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best, en það fer mikið eftir því hversu vel gengur að halda tollverndinni á landbúnaðarvörum. Án tollverndar eiga sumar búgreinar mjög á brattann að sækja eins og er að koma á daginn varðandi svínaræktina. Einnig þurfa eldri bændur að vera tilbúnir til að stíga til hliðar þegar unga fólkið hefur áhuga á að taka við, annars er hætta á að búskapur leggist niður, sérstaklega á ákveðnum svæðum. Það er ekki þróun sem við viljum sjá. Við viljum geta keyrt um blómlegar sveitir iðandi af lífi hvert sem við förum, ekki jarðir sem farnar eru í eyði og allt er í niðurníðslu og tún standa í sinu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Íslenskt lambakjöt á mikið inn á erlendum mörkuðum en þar verður að hamra á hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða. Svo eru enn sóknarfæri fyrir framleiðsluleyfum á skyrinu okkar. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Allar þessar helstu landbúnaðarvörur, laktósafrí mjólk, smjör, skyr, jógúrt, kotasæla og eitthvað af grænmeti og ávöxtum.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Dæturnar vilja helst venjulegt kjöt eins og þær kalla það, einnig er pitsa og brauðstangir úr pitsabúðinni vinsælar hjá þeim. En efst á vinsældalistanum hjá þeim fullornu er grillað ærkjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þar sem við tókum bara við búinu 1. febrúar er sennilega fyrstu mjaltirnar eftirminnilegastar en þá skrölti bóndinn í fjós nánast beint af þorrablóti. En þar sem við erum búin að vera viðloðandi búskapinn tölvert lengur þá er sennilega eftirminnilegast þegar byrjað var að mjólka í nýja fjósinu í janúar 2008.

6 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...