Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúalubbi.
Kúalubbi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Á faglegum nótum 27. ágúst 2014

Sveppir og sveppatínsla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ef safna á sveppum til átu er mikilvægt að vanda valið og neyta aldrei sveppa sem ekki hafa verið greindir og hæfir til neyslu. Þrátt fyrir að hér á landi vaxi fáir eitraðir sveppir er aldrei of varlega farið og óþarfi að fara út í tilraunastarfsemi.

Dæmi um sveppi sem klikka ekki og got fyrir byrjendur í sveppatínslu að þekkja eru kóngssveppur, kúalubbi, furu- og lerkisveppur.

Kóngssveppur
Ber nafn með rentu þar sem hann ber höfuð og herðar yfir flesta aðra sveppi bæði hvað varðar stærð og bragð. Sjaldgæfur en finnst í skógum og kjarri um allt land. Þar sem kóngssveppur vex á annað borð er yfirleitt allmikið af honum.

Í Svíþjóð kallast kóngssveppurinn Karl Jóhann í höfuðið á Karli Jóhanni sem var kóngur þar 1763 til 1844. Kóngur þessi var franskættaður og hafði mikið dálæti á sveppum og þá sérstaklega kóngssveppnum og er sagt að Karl hafi innleitt sveppaát til Svíþjóðar og Norðurlanda.

Kóngssveppur er þybbinn pípusveppur. Stafurinn er yfirleitt stuttur, en getur orði 20 sentímetra langur. og gildastur neðst. Hatturinn allt að 25 sentímetrar í þvermál. Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit og með matta og þurra áferð þurr, en glansandi þegar hann er blautur. Holdið er hvítt.

Stærsti kóngssveppur sem fundist hefur hér á landi fannst Sauraskógi í Helgafellssveit árið 2003 og vó 3,58 kíló.

Kúalubbi
Algengur um allt land og vex með birki og fjalldrapa. Ágætur matsveppur ef hann er ekki maðkétinn. Stafinn má þó vel nýta ef maðkur er í hattinum.

Pípusveppur. Hatturinn 4 til 20 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Mattur og ljós og yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn hvítur um 10 til 20 sentímetra hár og mjókkar upp. Kragalaus. Holdið hvítt og þétt á ungum sveppum en verður svampkennt með aldrinum.

Furusveppur – Smjörsveppur
Fylgir furutrjám og vex oft mikið af honum lengi sumars og fram á haust. Bestir eru ungir stinnir sveppir. Góður matsveppur.

Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn á ungum sveppum en gulbrúnn á þeim eldri. Hatturinn mjög slímugur og dökkur í röku veðri en glansandi og ljósbrúnn í þurru. Pípurnar gular í fyrstu en fölna með aldrinum. Stafurinn stuttur, um 4 sentímetrar. Hold stafsins er hvítt og þéttara en í hattinum.

Lerkisveppur
Mest er af honum á austur- og norðurlandi þar sem lerki þrífst betur en annarsstaðar á landinu. Er auðþekktur á skærgulum og rauðgulum lit þar sem hann vex í kringum lerki.

Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár. Hvelfdur i fyrstu en fletts út með aldrinum. Í fyrstu er hatturinn rauðgulur eða appelsínugulur að lit en verður síðan gulur eða jafnvel skærgulur. Slímugur í bleytu. Pípurnar skærgular í fyrstu 

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...