Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveitasælan um helgina
Fréttir 17. ágúst 2018

Sveitasælan um helgina

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin næstkomandi laugardag, 18.ágúst, í reiðhöllinni Svaðastöðum Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.

Dagskrá Sveitasælu að þessu sinni er mjög metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í boði verða meðal annars Leikhópurinn Lotta, Gunni og Felix, Hvolpasveitin, heitjárningar, smalahundasýning og kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, véla- og fyrirtækjasýning ásamt fjölda annarra viðburða. Einnig verður Fákaflug – gæðingamót liður í Sveitasælunni og fer fram alla helgina. Kiwanisklúbburinn Freyja verður með veitingasölu á svæðinu og rennur allur ágóðinn til góðra málefna í héraðinu.

Bændamarkaðurinn Beint frá býli sem haldinn hefur verið á Hofsósi í sumar verður einnig á Sveitasælu og munu bændur og handverksfólk í héraði selja þar vöru sína.

Sýningin verður sett klukkan 11:30 og er það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem það gerir. Einnig flytur Jóhannes H. Ríkharðsson, formaður landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, ávarp og flutt verða tónlistaratriði.

Á sunnudag verða svo opin bú á nokkrum bæjum í Skagafirði.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...