Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitasælan um helgina
Fréttir 17. ágúst 2018

Sveitasælan um helgina

Sveitasæla 2018, landbúnaðarsýning og bændahátíð, verður haldin næstkomandi laugardag, 18.ágúst, í reiðhöllinni Svaðastöðum Sauðárkróki frá kl. 10:00 – 17:00.

Dagskrá Sveitasælu að þessu sinni er mjög metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í boði verða meðal annars Leikhópurinn Lotta, Gunni og Felix, Hvolpasveitin, heitjárningar, smalahundasýning og kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, véla- og fyrirtækjasýning ásamt fjölda annarra viðburða. Einnig verður Fákaflug – gæðingamót liður í Sveitasælunni og fer fram alla helgina. Kiwanisklúbburinn Freyja verður með veitingasölu á svæðinu og rennur allur ágóðinn til góðra málefna í héraðinu.

Bændamarkaðurinn Beint frá býli sem haldinn hefur verið á Hofsósi í sumar verður einnig á Sveitasælu og munu bændur og handverksfólk í héraði selja þar vöru sína.

Sýningin verður sett klukkan 11:30 og er það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem það gerir. Einnig flytur Jóhannes H. Ríkharðsson, formaður landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, ávarp og flutt verða tónlistaratriði.

Á sunnudag verða svo opin bú á nokkrum bæjum í Skagafirði.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...