Sveitarfélagsmörk færð til
Rangárþing ytra og Rangárþing eystra hafa lagt til breytingar á sveitarfélagsmörkum þannig að landareignir verði innan marka síns sveitarfélags.
Breytingin nær frá jörðinni Uxahrygg í austri að Eystri-Rangá í vestri.
Markmiðið er að samræma útmörk áðurnefndra sveitarfélaga og aðlaða þau að samþykktum landamerkjum lóða sem þvera mörkin. Lóðarmörk einstakra svæða breytast ekki.
Breytingin tekur eingöngu til uppdráttar en engin breyting er gerð á greinargerð. Sveitarfélagsmörk hafa ekki eignarréttarlegt gildi, en eðlilegt þykir að þau taki mið af samþykktum landamerkjum. Breytingunum fylgja engin umhverfisáhrif þar sem landnotkun mun haldast sú sama. Opið er fyrir athugasemdir um málið í skipulagsgátt til 9. júní.
