Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. nóvember 2019

Súrsaðir selshreifar og annað góðgæti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Löng hefð hefur verið fyrir sela­veislu í tengslum við aðalfundi sela- og æðarbænda. Þótt selveiðar séu alveg aflagðar í atvinnuskyni þá er selaveislan enn í hávegum höfð undir stjórn Guðmundar Kr. Ragnarssonar, matreiðslusnillings í Veitingahúsinu Lauga-ási. 
 
Eins og á síðasta ári verður sela­veislan haldin í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og nú þann 9. nóvember næstkomandi og verður húsið opnað klukkan 19.00.  Eins og áður verður boðið upp á útselskóp, gæs, lunda, hval, lax, lamb og fleira. 
 
Guðmundur passar vel upp á að vel sé farið með hráefnið og veiðir selinn gjarnan sjálfur, enda er selkjöt vandmeðfarið ef vel á að bragðast. 
 
Eingöngu er veiddur útselskópur  af stofni sem ekki er talinn í hættu. Enda lagði Hafrannsóknastofnun til í sumar að veiðar á landsel yrðu bannaðar þótt mælingar sýni að stofninn hefur vaxið um 23% frá 2016 og nú sagður telja 9.400 dýr.  Samkvæmt stjórnunarmark­miðum fyrir landsel við Ísland skal lágmarks­stofnstærð vera 12.000 selir. 
 
Selveiðar í atvinnuskyni aflagðar
 
Engar selveiðar eru stundaðar lengur í atvinnuskyni á Íslandi, en talsvert gekk á selastofnana þegar hin opinbera hringormanefnd hvatti til gengdarlausra drápa á sel til að draga úr hringormi í fiski. Nefndin hóf greiðslu veiðiverðlauna fyrir veidda seli vorið 1982 og við það stórjukust veiðar á ný og fóru upp í fyrra hámark frá aldamótunum 1900 þegar veiddir voru á milli 6 og 7 þúsund dýr. Var farið að ganga verulega á selastofna við landið á árunum 1980 til 1989. Það sem nú veiðist er nær eingöngu selur sem af slysni festist í grásleppunetum við ströndina á vorin. 
 
 
Mikil gleði, mikið grín
 
Til selaveislunnar í Haukahúsinu mæta að sjálfsögðu allar helstu kempur selabænda og heiðursgestur flytur lauflétt gamanmál að venju. Veislustjóri verður Tryggvi Gunnarsson í Flatey. Þá mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi stíga á svið í allra kvikinda líki. Síðan verður slegið upp harmonikkuballi til klukkan eitt eftir miðnætti. Í selaveislum er að jafnaði mikið sungið, mikið gaman og mikið grín. Miða er hægt að nálgast hjá Ingibjörgu í síma 895-5808. 

Skylt efni: selaveisla | selabændur | selkjöt

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...

Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana ...

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeil...

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshöm...

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orus...

Trausti áfram formaður
Fréttir 21. mars 2023

Trausti áfram formaður

Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð endurkjörinn formaður ...

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...