Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sundlaug Skútustaðarhrepps lokað um óákveðinn tíma
Mynd / Dagskrain.is / Birkir Fanndal
Fréttir 21. janúar 2016

Sundlaug Skútustaðarhrepps lokað um óákveðinn tíma

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umtalsverður halli varð af rekstri Skútustaðahrepps árið 2014, en jákvæður viðsnúningur varð í rekstrinum á nýliðnu ári. Þrátt fyrir hann hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gert athugasemdir við rekstrarstöðu sveitarfélagsins. 
 
Í greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps og samþykkt var skömmu fyrir jól kemur fram að það sé mat sveitarstjórnar að grípa verði til aðgerða til að snúa þróuninni við og verði það gert strax á árinu 2016.
 
Ýmsar aðgerðir eru fyrirhugaðar í því skyni að laga reksturinn og er ein þeirra sú að loka sundlauginni um óákveðinn tíma.  Fram kemur í fundargerð að fyrir liggi að mikill leki er úr sundlaugar­karinu og streymi því klórmengað vatn út í nærliggjandi jarðveg.  Ekki hafi tekist að gera við lekann þrátt fyrir tilraunir til þess. Því þurfi að skipta sundlaugarkarinu út eigi að halda áfram að reka sundlaug í sveitarfélaginu.
Þá sé stjórnbúnaður sundlaugar­innar einnig úr sér genginn og ljóst að við það verði ekki búið lengur. Áætlað er að kostnaður við endurbætur nemi um 150 milljónum króna. Sú ákvörðun var því tekin að tæma sundlaugina nú í byrjun janúar og loka þessum hluta starfseminnar sveitarfélagsins um óákveðinn tíma. Sundkennsla grunnskólabarna mun fara fram á Laugum í Reykjadal. Gert er ráð fyrir að við  lokunina muni afkoma sveitarsjóðs batna um 10–15 milljónir á ári.
 
Öllum stærri viðhaldsverkefnum á eignum sveitarfélagsins verður frestað þó svo að viðhaldsþörf sé vissulega fyrir hendi. Þá verða möguleikar á að selja eignir skoðaðir. 
 
Á þessu ári verður starfsemi leik- og grunnskóla sameinaðir undir einu þaki í Reykjahlíðaskóla. Reksturinn verður áfram aðskildur en nokkur samlegðaráhrif verða samfara þessari ráðstöfun. 
Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...