Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sumarskokkur
Hannyrðahornið 19. júní 2014

Sumarskokkur

Höfundur: Sigrún Ellen Einarsdóttir

Stærð: S (M) L
Yfirvídd: 94(100)106 cm.
Efni: TYRA fra Garn.is, sjá fleiri liti á www.garn.is.
Tyra er á tilboði núna í Fjarðarkaupum.
Litanr AN1122; 600 gr
Prjónar: Hringprjónn nr 5, 80 cm.
Prjónafesta: 17 L X 24 umf = 10 x 10 cm.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Aðferð. Stroff; prj 2 L sl og 2 L br
Perluprjón; 1.umf prj 1 L sl, prj 1 L br. Í næstu umferðum í perluprjóni er slétta lykkjan prjónuð brugðin og brugðna lykkjan prjónuð slétt.


Bolur:
Fitjið upp 160(168)176 L og prjónið 8 cm stroff; prj 2 L sl og prj 2 L br. Prjónið bolinn í hring, prj slétt með kaðlamynstri í miðju að framan, prj 28(32)38.

Kaðlamynstur
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið merki í báðar hliðar, lykkjufjöldi er 80(85)88 á fram- og bakstykki. Prj sl frá merki á hlið 23(26)28 L, prj kaðlamynstur; prj 8 L sl (verður kaðall) prjónið 4 L sl, prj 10 L perluprjón, prj 4 L sl, prj 8 L sl (verður kaðall) prj sl 23(26)28 L að merki í hlið á bol. Prjónið 10 umferðir á milli snúninga á kaðli.

Snúningur á kaðli er prjónaður á eftirfarandi hátt:
Setjið 4 L á aukaprjón án þess að prjóna lykkjurnar, haldið aukaprjóninum með lykkjunum lausum fyrir framan prjónaða bolinn, prj sl næstu 4 L og takið þá upp aukaprjóninn og prjónið slétt þær 4 L sem eru á prjóninum.

Úr- og úttaka í mitti
Skiptið lykkjufjölda á bol í tvennt og setjið prjónamerki í báðar hliðar. Takið úr beggja vegna við merkin á eftirfarandi hátt. Frá vinstri hlið á fram/bakstykki; *takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj að merki í hinni hliðinni – takið 1 L óprjónaða, prjónið næstu L, steypið óprjónuðu L yfir, prj 2 L sl saman. Prj 5 umf* Endurtakið * til * 4 sinnum. Prjónið bolinn slétt með kaðlamynstri 10 umferðir. Aukið þá út í báðum hliðum jafn oft og tekið var úr, prj 5 umf milli úttöku, endurtakið 4 sinnum. Prjónið þar til bolurinn mælist60(64)70 cm frá uppfiti.


Axlarstykki
Úrtaka við handveg; fellið af 10 lykkjur yfir merki í hliðum, þ.e. Síðustu 5 L af framstykki og fyrstu 5 L af bakstykki, prj 60(64)68 L fellið af 10 L, prj 60(64)68. Fitjið upp 36(38)40 L yfir handvegi (verður stutt ermi) í báðum hliðum en athugið að prjóna nýju lykkjurnar yfir handvegi stroff; 2 sl L, 2 L br, fyrstu 4 umferðirnar en prjónið þær eftir það slétt.

Axlastykki; prj axlastykki í hring, prj sl með kaðlamynstri og laskúrtöku, þá er tekið úr á fjórum stöðum í hringnum, beggja vegna við samskeytin þar sem handvegur og bolur mætast og prjónaðar 2 sléttar lykkjur á milli úrtöku þ.e. 1 L frá bol og 1 L frá handvegi.

Laskaúrtaka: Merkið á þeim fjórum stöðum sem bolur og handvegur/ermi mætast. Hefjið úrtöku í vinstri hlið; *takið 1 L óprjónaða og prjónið 1 L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prj 2 L sl og prj 2 L sl saman*, endurtakið *-* í annarri hvorri umferð þar til 80(84)86 L eru á prjóninum. Prjónið stroff 4 umferðir, fellið af.

Gangið frá endum.

Sigrún Ellen Einarsdóttir

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...