Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jurtakryddað nautakjöt með ristuðu blómkáli og sellerírót.
Jurtakryddað nautakjöt með ristuðu blómkáli og sellerírót.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 12. júní 2015

Sumarsalsa og saðsamt kjöt

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þrátt fyrir að hitatölur séu ekki ýkja háar það sem af er júnímánuði er um að gera að vera bjartsýn og treysta á gott grillsumar. 
 
Ristað maíssalsa gæti gefið góð fyrirheit um sól um bjarta daga. Það er ekki bara chili og tómatar í dós sem er hægt að nota í salsa. Maíssalsa er hægt að gera  og taka með sér í krukku og bæta smá ferskum jurtum út í og hræra ferskum lime-safa og söxuðum kóríander til viðbótar. Taktu þessa uppskrift og gerðu hana með þínum hætti með  þeim ávöxtum sem eru við hendina eða jafnvel agúrkum eða mangó. 
Á eftir koma tvær uppskriftir sem fólk getur dreymt um eftir að verkfalli lýkur og allar hillur fyllast af gómsætu svína- og nautakjöti.
 
Ristað maíssalsa
 • 400 g maískorn (gott að nota ferskan grillaðan maís og skera kornið af).
 • 1 meðalstór rauð paprika, söxuð
 • 2 meðalstórir tómatar, saxaðir gróft
 • smá grænt chili
 • 1/3 stk. hakkaður rauðlaukur
 • 1 tsk. rauður chili, fínt saxaður
 • 2 msk. ferskur lime safi eða úr 1 lime
 • 2 hvítlauksrif, hakkað
 • Ávextir að eigin vali
 • 2 msk. ferskur kóríander fínt saxaður
 • 1/2 tsk.  cumin-krydd
 • 1 tsk. salt
 • 1/4 tsk. svartur pipar
 
Aðferð
Hitið þurra pönnu yfir miðlungs hita þar til hún er heit. Steikið maís og papriku og hrærið þar til er brúnað í um 12 til 15 mínútur. Setjið í  skál og blandið hinum innihaldsefnum út í. Látið standa í 30 mínútur áður en framreitt með hvaða grillmat sem er. 
 
Jurtakryddað nautakjöt með ristuðu blómkáli og sellerírót
 • 2–3 sneiðar gott nautakjöt 
 • 4 tsk. hakkaður hvítlaukur 
 • 1 msk. ferskt timjan, saxað (eða villt blóðberg)
 • 2 höfuð blómkál, skipt í minni bita
 • 6 matskeiðar ólífuolía
 • 1 stk. sellerírót
 • salt og pipar
 
Aðferð
Hitið  ofninn í 180 °C. Kryddið kjötið með tveimur teskeiðum af hvítlauk jafnt á alla fleti ásamt  timjan. Ristið á pönnu í ofninum þar til mælirinn sýnir 55 °C, látið hvíla. 
 
Takið restina af hvítlauknum ásamt fjórum matskeiðum af olíu og setjið blómkál á grillpönnu eða útigrill. Kryddið með salti og pipar. Hyljið með álpappír og bakið í 45 mínútur þar til hnapparnir eru  fallega brúnaðir og blómkálið aðeins karamellað að sjá. Látið steikina standa í 15 til 20 mínútur. Skerið í þunnar sneiðar. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með blómkálinu, sellerírótinni (í þunnum þynnum) fersku salati og góðu salsa.
 
Grilluð reykt svínakóteletta með appelsínugljáa
 
Saltvatn: (má sleppa ef þú kaupir forreyktar  kótelettur)
 • 1/2 bolli  salt
 • 1 msk. reykt salt
 • 1 tsk. svört piparkorn
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 bolli hunang
 • 4 pokar svart te
 • 4–6 svínakótelettur á beini
 
Gljái:
 • 1 msk. ristuð sesamolía
 • 3 msk. sojasósa
 • 1/2 bolli hvítvín eða eplasafi
 • 1 appelsína, börkur og safi
 • 1 msk. mirin (sætt edik)
 • 1 msk. rifinn ferskur engifer
 • 3 matskeiðar hunang
 • Salt og pipar
 
Fyrir saltlöginn: Sameinið 1/2 lítra af köldu vatni, salti, reyktu salti, piparkorn, lárviðarlauf, hunang og tepokum í stóran poka. Setjið svínakjötið í pokann og komið fyrir í kæli. Látið kryddleggjast í tvær klukkustundir. Fjarlægið kóteletturnar úr saltvatninu og þerrið með pappír. Undirbúið grillið eða grillpönnu á miðlungsháum hita. Setjið kóteletturnar á grillið og eldið í um 6–8 mínútur á hvorri hlið.
Fyrir gljáann: Sameinið sesamolíu, sojasósu, hvítvín, appelsínubörk og safa, mirin, engifer, hunang og salt og pipar í miðlungs pott yfir miðlungshita. Látið malla í um 10 mínútur.
 
Úðið um 3 msk. af gljáa á hverja kótelettu. Skerið í sneiðar og framreiðið með salsa og meðlæti að eigin vali.

3 myndir:

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Áform um vindorkugarð í Garpsdal
Fréttir 9. júlí 2024

Áform um vindorkugarð í Garpsdal

EM Orka hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna vindorkugarðs í Garpsdal í Re...