Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jurtakryddað nautakjöt með ristuðu blómkáli og sellerírót.
Jurtakryddað nautakjöt með ristuðu blómkáli og sellerírót.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 12. júní 2015

Sumarsalsa og saðsamt kjöt

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þrátt fyrir að hitatölur séu ekki ýkja háar það sem af er júnímánuði er um að gera að vera bjartsýn og treysta á gott grillsumar. 
 
Ristað maíssalsa gæti gefið góð fyrirheit um sól um bjarta daga. Það er ekki bara chili og tómatar í dós sem er hægt að nota í salsa. Maíssalsa er hægt að gera  og taka með sér í krukku og bæta smá ferskum jurtum út í og hræra ferskum lime-safa og söxuðum kóríander til viðbótar. Taktu þessa uppskrift og gerðu hana með þínum hætti með  þeim ávöxtum sem eru við hendina eða jafnvel agúrkum eða mangó. 
Á eftir koma tvær uppskriftir sem fólk getur dreymt um eftir að verkfalli lýkur og allar hillur fyllast af gómsætu svína- og nautakjöti.
 
Ristað maíssalsa
 • 400 g maískorn (gott að nota ferskan grillaðan maís og skera kornið af).
 • 1 meðalstór rauð paprika, söxuð
 • 2 meðalstórir tómatar, saxaðir gróft
 • smá grænt chili
 • 1/3 stk. hakkaður rauðlaukur
 • 1 tsk. rauður chili, fínt saxaður
 • 2 msk. ferskur lime safi eða úr 1 lime
 • 2 hvítlauksrif, hakkað
 • Ávextir að eigin vali
 • 2 msk. ferskur kóríander fínt saxaður
 • 1/2 tsk.  cumin-krydd
 • 1 tsk. salt
 • 1/4 tsk. svartur pipar
 
Aðferð
Hitið þurra pönnu yfir miðlungs hita þar til hún er heit. Steikið maís og papriku og hrærið þar til er brúnað í um 12 til 15 mínútur. Setjið í  skál og blandið hinum innihaldsefnum út í. Látið standa í 30 mínútur áður en framreitt með hvaða grillmat sem er. 
 
Jurtakryddað nautakjöt með ristuðu blómkáli og sellerírót
 • 2–3 sneiðar gott nautakjöt 
 • 4 tsk. hakkaður hvítlaukur 
 • 1 msk. ferskt timjan, saxað (eða villt blóðberg)
 • 2 höfuð blómkál, skipt í minni bita
 • 6 matskeiðar ólífuolía
 • 1 stk. sellerírót
 • salt og pipar
 
Aðferð
Hitið  ofninn í 180 °C. Kryddið kjötið með tveimur teskeiðum af hvítlauk jafnt á alla fleti ásamt  timjan. Ristið á pönnu í ofninum þar til mælirinn sýnir 55 °C, látið hvíla. 
 
Takið restina af hvítlauknum ásamt fjórum matskeiðum af olíu og setjið blómkál á grillpönnu eða útigrill. Kryddið með salti og pipar. Hyljið með álpappír og bakið í 45 mínútur þar til hnapparnir eru  fallega brúnaðir og blómkálið aðeins karamellað að sjá. Látið steikina standa í 15 til 20 mínútur. Skerið í þunnar sneiðar. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með blómkálinu, sellerírótinni (í þunnum þynnum) fersku salati og góðu salsa.
 
Grilluð reykt svínakóteletta með appelsínugljáa
 
Saltvatn: (má sleppa ef þú kaupir forreyktar  kótelettur)
 • 1/2 bolli  salt
 • 1 msk. reykt salt
 • 1 tsk. svört piparkorn
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 bolli hunang
 • 4 pokar svart te
 • 4–6 svínakótelettur á beini
 
Gljái:
 • 1 msk. ristuð sesamolía
 • 3 msk. sojasósa
 • 1/2 bolli hvítvín eða eplasafi
 • 1 appelsína, börkur og safi
 • 1 msk. mirin (sætt edik)
 • 1 msk. rifinn ferskur engifer
 • 3 matskeiðar hunang
 • Salt og pipar
 
Fyrir saltlöginn: Sameinið 1/2 lítra af köldu vatni, salti, reyktu salti, piparkorn, lárviðarlauf, hunang og tepokum í stóran poka. Setjið svínakjötið í pokann og komið fyrir í kæli. Látið kryddleggjast í tvær klukkustundir. Fjarlægið kóteletturnar úr saltvatninu og þerrið með pappír. Undirbúið grillið eða grillpönnu á miðlungsháum hita. Setjið kóteletturnar á grillið og eldið í um 6–8 mínútur á hvorri hlið.
Fyrir gljáann: Sameinið sesamolíu, sojasósu, hvítvín, appelsínubörk og safa, mirin, engifer, hunang og salt og pipar í miðlungs pott yfir miðlungshita. Látið malla í um 10 mínútur.
 
Úðið um 3 msk. af gljáa á hverja kótelettu. Skerið í sneiðar og framreiðið með salsa og meðlæti að eigin vali.

3 myndir:

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...