Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sumarlegar sessur
Hannyrðahornið 4. júlí 2019

Sumarlegar sessur

Höfundur: Handverkskúnst
Ég hef lengi dáðst að litadýrðinni í Drops Eskimo garninu, en það er fáanlegt í 52 litbrigðum. Ég hafði bara ekki fundið rétta verkefnið þar til ég fann uppskriftina að þessum hekluðu sessum. Þá vissi ég að rétta verkefnið væri fundið. 
 
Samverustundirnar í garðinum verða enn notalegri með þessar litríku sessur að sitja á. Uppskriftin er í hekltáknum.
 
Garn:  Drops Eskimo, fæst hjá Handverkskúnst
1 dokka af hverjum lit í eina sessu.
 
Litasamsetning 1: Litur 1 - millifjólublár nr 54, litur 2 - bleikur nr 26, litur 3 - pastelblár nr 31, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 2: Litur 1 - ljósbleikur nr 30, litur 2 - ljósblár nr 12, litur 3 - lime nr 35, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 3: Litur 1 - gulur nr 24, litur 2- sægrænn nr 66, litur 3 - ljós bleikur nr 30, litur 4 - natur nr 01.
 
Heklunál: nr 9
 
Stærð: Þvermál 56 cm fyrir þæfingu, þvermál 34 cm eftir þæfingu.
 
Þæfing: Setjið sessuna ásamt handklæði í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Mótið sessuna á meðan hún er enn blaut og leggið til þerris. Síðar meir er sessan þvegin eins og venjuleg ullarflík.
 
Litaskipti eftir umferðum: Umf 1, 2, 6 og 8 eru í lit 1. Umf 3 og 7 eru í lit 2. Umf 4 og 9 eru í lit 3. Umf 5 og 10 eru í lit 4.
 
Mynstur:
 
 
 

3 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...