Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sumarkjóll
Hannyrðahornið 3. júlí 2014

Sumarkjóll

Stærð:
1-2 (3-4) ára

Yfirvídd:  28 cm (33 cm)
Lengd á bol frá handveg:   33 cm (37 cm)
Ermalengd:  6 cm  (8 cm)
Líka er hægt að prjóna þetta sem peysu og hafa flíkina styttri og ermarnar lengri.
Efni:
Filatura  Zara    til í mörgum fleiri litum líka má prjóna flíkina úr Basak garninu sem fæst í mörgum litum sjá www.garn.is fæst í Fjarðarkaupum og Bjarkahóli Nýbýlavegi 32 Kópavogi.
Ljóslilla nr. 1937 - 6 dokkur  ( 3 í Basak)
Ljósgrár nr. 1494 -1 dokka
Prjónar: Hringprjónar nr. 4, 40 og 60 cm
Sokkaprjónar nr. 4

Prjónafesta: 10*10 =  22 L og 28 umf. slétt prjón á prjóna nr. 4.
Sannreynið prjónafestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.
Aðferð
Kjóllinn er prjónaður í hring, byrjað neðst á faldinum.
Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykkið prjónað í hring. Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykkið prjónað í hring.
Bolur:
Fitjið upp 120L (128L) á hringprjón nr. 4, 60 cm. Prjónið stroff perluprjón 5 cm = 3 umf. bleikt, siðan 2 umf. grátt,  2 umf. bleikt, og til skiptis og endað á grárri umferð; alls 4 rendur af gráu.  Eftir síðustu gráu umferð er prjónað slétt með bleiku. Prjónið þar til bolurinn mælist 13cm (17 cm).
Úrtaka: setjið merki á sitthvora hlið, 60L (64L) á milli merkja. Takið saman 2 L fyrir framan merki og síðan 2 L fyrir aftan merki, prjónið 4 (6) umf. á milli úrtaka.
Í stærð 1-2 ára er tekið úr 3 sinnum,  en í stærð 3-4 ára er tekið úr 4 sinnum.  
Prjónið síðan þar til bolur mælist 33 cm (36 cm), setjið 8 lykkjur á hjálparband undir handveg. Geymið bol og prjónið ermar.
Ermar
Fitjið upp 36L (40L)  á sokkaprjóna nr. 4, prjónið perluprjón í stroff, 3,5 cm, eins og á bol en hafið 3 gráar rendur, endað á grárri.  Aukið út um 4L í fyrstu umferð; 1L á hverjum prjóni.
Prjónið síðan 6 umferðir. Aukið þá út um 2 lykkjur undir hendi. Prjónið 4 umferðir og aukið út 2 lykkjur undir hendi, nema i stærð 1-2 ára sleppa siðustu  útaukningunni, prjónið þar til að ermin mælist 8cm, setjið 8 lykkur á hjálparnælu undir hendi.
Axlastykki
Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 4 , 60 cm, með bleikum. Prjónið eina umferð slétt og takið úr 4 lykkjur, 1 lykkju sitt hvoru megin við handveg, sleppa þessari úrtöku i stærð 1-2 ára. Þá eru eftir á prjónunum 174L (186L).
Prjónið síðan munstur,  og takið úr eins og sýnt er á munstri. Þegar munstri lýkur prjónið eina umferð með grunnlit og takið úr jafnt þar til að það eru 60 lykkjur á prjónunum, (tekið úr í fjórðu hverri lykkju).
Hálslíning
Skiptið yfir á hringprjón 4, 40 cm. Prjónið síðan perluprjón í hálsmál, 3 umferðir með bleikum síðan 2 umferðir með gráu og til skiptis alls 2 gráar umferðir og að lokum eina bleika. Fellið síðan laust af.
Frágangur
Lykkið saman undir höndunum og gangið frá öllum endum. Skolið flíkina og leggið til þerris.

3 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...