Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sumargleði með DROPS Design
Hannyrðahornið 23. maí 2016

Sumargleði með DROPS Design

Nú er komið sumar og þá er tilvalið að skella sér í tuskuprjón. Við eigum til mikið úrval af litum í fallegar tuskur og ættu allir að geta fundið sér lit við sitt hæfi. Fátt er fallegra en tuska í stíl við gardínurnar heima eða í húsbílnum/hjólhýsinu/fellihýsinu eða jafnvel tjaldinu. 
 
Það hefur mikið verið spurt um tusku-uppskriftir hér hjá okkur í Gallery Spuna og því kominn tími til að fleiri fái að njóta.
 
Hlökkum til að sjá tuskurnar ykkar, endilega merkið myndirnar ykkar með #galleryspuni.
 
Tips frá Gallery Spuna: skelltu prjónum og garni í tösku og prjónaðu á leið í sveitasæluna
 
Prjónaðir DROPS borðklútar úr „Paris“ 
 
DROPS 139-38
DROPS design:  Mynstur nr W-442
Garnflokkur C
 
Stærð: 
ca. 21 x 21 cm.
 
Efni : DROPS PARIS frá Garnstudio
50 gr litur nr 11, ópalgrænn
50 gr litur nr 14, skærgulur
50 gr litur nr 39, ljós grænn
50 gr litur nr 19, ljós gulur
50 gr litur nr 41, sinnepsgulur
50 gr litur nr 45, ljós appelsínugulur
50 gr litur nr 02, ljós turkos
50 gr litur nr 33, millibleikur
50 gr litur nr 10, dökk turkos
50 gr litur nr 06, skærbleikur
50 gr litur nr 12, rauður
50 gr litur nr 09, kóbaltblár
 
DROPS PRJÓNAR NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 l og 22 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
Allir borðklútarnir eru prjónaðir með sama lykkjufjölda í sömu lengd. Veljið eitt mynstur og prjónið þannig:  Fitjið upp 36 lykkjur á prjóna nr 5 með Paris. Prjónið eitt af mynstrunum að neða þar til stykkið mælist ca 21 cm á hæð, stillið af eftir mynstri. Fellið laust af og festið enda.
 
LITA- og MYNSTURYFIRLIT:
Ópalgrænn og skærgulur borðklútur:
Hulið stroff: 
UMFERÐ 1: Prjónið slétt.
UMFERÐ 2: Prjónið 1 l sl, 1 l br.
Endurtakið umf 1 og 2 til loka.
 
Ljósgrænn og ljósgulur borðklútur:
Perluprjón: 
UMFERÐ 1: * Prjónið 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. 
UMFERÐ 2: Prjónið sl yfir sl og br yfir br.
Endurtakið umf 2 til loka.
 
Sinnepsgulur og ljós appelsínugulur borðklútur:
Lítið rúðumynstur:
UMFERÐ 1: * Prjónið 3 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-*. 
UMFERÐ 2-4: Prjónið br yfir br og sl yfir sl.
UMFERÐ 5: * Prjónið 3 l br, 3 l sl *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 6-8: Prjónið br yfir br og sl yfir sl.
Endurtakið umf 1- 8 til loka.
 
Ljós turkos og millibleikur borðklútur:
Breitt hulið stroff: 
UMFERÐ 1: Prjónið slétt.
UMFERÐ 2: * Prjónið 4 l sl, 4 l br * endurtakið frá *-*. 
Endurtakið umf 1 og 2 til loka.
 
Dökkur turkos og skærbleikur borðklútur:
Stórt rúðumynstur: 
UMFERÐ 1: * Prjónið 6 l sl, 6 l br *, endurtakið frá *-*. 
UMFERÐ 2-8: Prjónið br yfir br og sl yfir sl.
UMFERÐ 9: * Prjónið 6 l br, 6 l sl *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 10-16: Prjónið br yfir br og sl yfir sl. 
Endurtakið umf 1-16 alls 3 sinnum.
 
Kóbaltblár og rauður borðklútur:
Garðaprjón: 
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf til loka.
 
Prjónakveðja,
fjölskyldan Gallery Spuna
Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...