Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sumargleði með DROPS Design
Hannyrðahornið 23. maí 2016

Sumargleði með DROPS Design

Nú er komið sumar og þá er tilvalið að skella sér í tuskuprjón. Við eigum til mikið úrval af litum í fallegar tuskur og ættu allir að geta fundið sér lit við sitt hæfi. Fátt er fallegra en tuska í stíl við gardínurnar heima eða í húsbílnum/hjólhýsinu/fellihýsinu eða jafnvel tjaldinu. 
 
Það hefur mikið verið spurt um tusku-uppskriftir hér hjá okkur í Gallery Spuna og því kominn tími til að fleiri fái að njóta.
 
Hlökkum til að sjá tuskurnar ykkar, endilega merkið myndirnar ykkar með #galleryspuni.
 
Tips frá Gallery Spuna: skelltu prjónum og garni í tösku og prjónaðu á leið í sveitasæluna
 
Prjónaðir DROPS borðklútar úr „Paris“ 
 
DROPS 139-38
DROPS design:  Mynstur nr W-442
Garnflokkur C
 
Stærð: 
ca. 21 x 21 cm.
 
Efni : DROPS PARIS frá Garnstudio
50 gr litur nr 11, ópalgrænn
50 gr litur nr 14, skærgulur
50 gr litur nr 39, ljós grænn
50 gr litur nr 19, ljós gulur
50 gr litur nr 41, sinnepsgulur
50 gr litur nr 45, ljós appelsínugulur
50 gr litur nr 02, ljós turkos
50 gr litur nr 33, millibleikur
50 gr litur nr 10, dökk turkos
50 gr litur nr 06, skærbleikur
50 gr litur nr 12, rauður
50 gr litur nr 09, kóbaltblár
 
DROPS PRJÓNAR NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 l og 22 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
Allir borðklútarnir eru prjónaðir með sama lykkjufjölda í sömu lengd. Veljið eitt mynstur og prjónið þannig:  Fitjið upp 36 lykkjur á prjóna nr 5 með Paris. Prjónið eitt af mynstrunum að neða þar til stykkið mælist ca 21 cm á hæð, stillið af eftir mynstri. Fellið laust af og festið enda.
 
LITA- og MYNSTURYFIRLIT:
Ópalgrænn og skærgulur borðklútur:
Hulið stroff: 
UMFERÐ 1: Prjónið slétt.
UMFERÐ 2: Prjónið 1 l sl, 1 l br.
Endurtakið umf 1 og 2 til loka.
 
Ljósgrænn og ljósgulur borðklútur:
Perluprjón: 
UMFERÐ 1: * Prjónið 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. 
UMFERÐ 2: Prjónið sl yfir sl og br yfir br.
Endurtakið umf 2 til loka.
 
Sinnepsgulur og ljós appelsínugulur borðklútur:
Lítið rúðumynstur:
UMFERÐ 1: * Prjónið 3 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-*. 
UMFERÐ 2-4: Prjónið br yfir br og sl yfir sl.
UMFERÐ 5: * Prjónið 3 l br, 3 l sl *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 6-8: Prjónið br yfir br og sl yfir sl.
Endurtakið umf 1- 8 til loka.
 
Ljós turkos og millibleikur borðklútur:
Breitt hulið stroff: 
UMFERÐ 1: Prjónið slétt.
UMFERÐ 2: * Prjónið 4 l sl, 4 l br * endurtakið frá *-*. 
Endurtakið umf 1 og 2 til loka.
 
Dökkur turkos og skærbleikur borðklútur:
Stórt rúðumynstur: 
UMFERÐ 1: * Prjónið 6 l sl, 6 l br *, endurtakið frá *-*. 
UMFERÐ 2-8: Prjónið br yfir br og sl yfir sl.
UMFERÐ 9: * Prjónið 6 l br, 6 l sl *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 10-16: Prjónið br yfir br og sl yfir sl. 
Endurtakið umf 1-16 alls 3 sinnum.
 
Kóbaltblár og rauður borðklútur:
Garðaprjón: 
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf til loka.
 
Prjónakveðja,
fjölskyldan Gallery Spuna
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...