Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Mynd / HKr.
Líf og starf 3. nóvember 2017

Súlnasalur í nýjan búning

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Miklar endurbætur fara nú fram á húsakynnum Hótel Sögu og nú er unnið að algerri endurnýjun hins sögufræga Súlnasalar. 
 
Í sumar var ráðist í að hreinsa allt innan úr salnum ásamt eldhúsi sem þar var á bakvið. Síðan hafa iðnaðarmenn verið önnum kafnir við að innrétta að nýju. Búið er að skipta um alla glugga, skipta um loftræstingar og allar lagnir. Þá verður byggt upp nýtt og fullkomið eldhús, enda mun salurinn fá að hluta nýtt hlutverk sem morgunverðarstaður hótelgesta. Þrátt fyrir það verður áfram hægt að nýta salinn undir viðburði af ýmsum toga eins og jólahlaðborð. 
 
Þótt enn séu mörg handtök eftir er ætlunin að opna Súlnasalinn að nýju fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. 
 
Fyrir utan þetta er hafin vinna við að breyta inngangi á fyrstu hæð ásamt móttöku og veitingaaðstöðu fyrir gesti hótelsins þar sem Mímisbar er nú. Barinn verður þó áfram þótt umhverfi hans muni breytast verulega. Ráðgert er að þessum breytingum ljúki á vordögum næsta árs. 

11 myndir:

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...