Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Torfi Gunnarsson byggingarstjóri segir breytingum á Súlnasal miða vel þótt enn sé mikið verk óunnið. Unnið var á öllum vígstöðvum og málarar mættir á svæðið þegar þessar myndir voru teknar á mánudag.
Mynd / HKr.
Líf og starf 3. nóvember 2017

Súlnasalur í nýjan búning

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Miklar endurbætur fara nú fram á húsakynnum Hótel Sögu og nú er unnið að algerri endurnýjun hins sögufræga Súlnasalar. 
 
Í sumar var ráðist í að hreinsa allt innan úr salnum ásamt eldhúsi sem þar var á bakvið. Síðan hafa iðnaðarmenn verið önnum kafnir við að innrétta að nýju. Búið er að skipta um alla glugga, skipta um loftræstingar og allar lagnir. Þá verður byggt upp nýtt og fullkomið eldhús, enda mun salurinn fá að hluta nýtt hlutverk sem morgunverðarstaður hótelgesta. Þrátt fyrir það verður áfram hægt að nýta salinn undir viðburði af ýmsum toga eins og jólahlaðborð. 
 
Þótt enn séu mörg handtök eftir er ætlunin að opna Súlnasalinn að nýju fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. 
 
Fyrir utan þetta er hafin vinna við að breyta inngangi á fyrstu hæð ásamt móttöku og veitingaaðstöðu fyrir gesti hótelsins þar sem Mímisbar er nú. Barinn verður þó áfram þótt umhverfi hans muni breytast verulega. Ráðgert er að þessum breytingum ljúki á vordögum næsta árs. 

11 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...