Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Súðavík við Álftafjörð.
Súðavík við Álftafjörð.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Súðavíkurhreppur verður „heilsueflandi samfélag“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Súðavíkurhreppur mun á nýju ári ýta úr vör nýju verkefni í samvinnu vð embætti landlæknis, en yfirskrift þess er „Heilsueflandi samfélag í Súðavík“.  Verkefnið hefur verið í gangi hér á landi frá árinu 2013 og verður Súðavíkurhreppur áttunda sveitarfélagið sem tekur þátt í því, hið fyrsta á Vestfjörðum.
 
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu. 
 
Þrjár meginstoðir verkefnisins í Súðavíkurhreppi verða: efling líkamlegs atgervis, andlegs atgervis og síðan efling mataræðis. Undir formerkjum líkamlegs heilbrigðis ætlar sveitarfélagið að bjóða frítt í líkamsræktina í Súðavík fyrir íbúa hreppsins. Þá verður farið af stað með frístundakort fyrir börn og unglinga þar sem greitt verður 20 þúsund króna styrkur með tómstundum barna. Hvert skráð barn í Súðavíkurhreppi hefur rétt á styrknum. Einnig verður athugað með að efla skipulagða hreyfingu í starfi eldri borgara þrisvar í viku. 
 
Til að efla andlegt heilbrigði verður boðið upp á HAM námskeið fyrir íbúa Súðavíkurhrepps á nýju ári og til að bæta mataræði mun matseðill Jóns Indíafara taka mið af heilsueflandi átaki samfélagsins.
Sveitarfélagið styrkir Geisla, ungmennafélagið á staðnum, til framkvæmda á nýju ári, en félagið mun búa til nýja aðstöðu fyrir börn og unglinga. 

Skylt efni: Súðavík

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...