Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Súðavík við Álftafjörð.
Súðavík við Álftafjörð.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Súðavíkurhreppur verður „heilsueflandi samfélag“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Súðavíkurhreppur mun á nýju ári ýta úr vör nýju verkefni í samvinnu vð embætti landlæknis, en yfirskrift þess er „Heilsueflandi samfélag í Súðavík“.  Verkefnið hefur verið í gangi hér á landi frá árinu 2013 og verður Súðavíkurhreppur áttunda sveitarfélagið sem tekur þátt í því, hið fyrsta á Vestfjörðum.
 
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu. 
 
Þrjár meginstoðir verkefnisins í Súðavíkurhreppi verða: efling líkamlegs atgervis, andlegs atgervis og síðan efling mataræðis. Undir formerkjum líkamlegs heilbrigðis ætlar sveitarfélagið að bjóða frítt í líkamsræktina í Súðavík fyrir íbúa hreppsins. Þá verður farið af stað með frístundakort fyrir börn og unglinga þar sem greitt verður 20 þúsund króna styrkur með tómstundum barna. Hvert skráð barn í Súðavíkurhreppi hefur rétt á styrknum. Einnig verður athugað með að efla skipulagða hreyfingu í starfi eldri borgara þrisvar í viku. 
 
Til að efla andlegt heilbrigði verður boðið upp á HAM námskeið fyrir íbúa Súðavíkurhrepps á nýju ári og til að bæta mataræði mun matseðill Jóns Indíafara taka mið af heilsueflandi átaki samfélagsins.
Sveitarfélagið styrkir Geisla, ungmennafélagið á staðnum, til framkvæmda á nýju ári, en félagið mun búa til nýja aðstöðu fyrir börn og unglinga. 

Skylt efni: Súðavík

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...