Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Súðavík við Álftafjörð.
Súðavík við Álftafjörð.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2016

Súðavíkurhreppur verður „heilsueflandi samfélag“

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Súðavíkurhreppur mun á nýju ári ýta úr vör nýju verkefni í samvinnu vð embætti landlæknis, en yfirskrift þess er „Heilsueflandi samfélag í Súðavík“.  Verkefnið hefur verið í gangi hér á landi frá árinu 2013 og verður Súðavíkurhreppur áttunda sveitarfélagið sem tekur þátt í því, hið fyrsta á Vestfjörðum.
 
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu. 
 
Þrjár meginstoðir verkefnisins í Súðavíkurhreppi verða: efling líkamlegs atgervis, andlegs atgervis og síðan efling mataræðis. Undir formerkjum líkamlegs heilbrigðis ætlar sveitarfélagið að bjóða frítt í líkamsræktina í Súðavík fyrir íbúa hreppsins. Þá verður farið af stað með frístundakort fyrir börn og unglinga þar sem greitt verður 20 þúsund króna styrkur með tómstundum barna. Hvert skráð barn í Súðavíkurhreppi hefur rétt á styrknum. Einnig verður athugað með að efla skipulagða hreyfingu í starfi eldri borgara þrisvar í viku. 
 
Til að efla andlegt heilbrigði verður boðið upp á HAM námskeið fyrir íbúa Súðavíkurhrepps á nýju ári og til að bæta mataræði mun matseðill Jóns Indíafara taka mið af heilsueflandi átaki samfélagsins.
Sveitarfélagið styrkir Geisla, ungmennafélagið á staðnum, til framkvæmda á nýju ári, en félagið mun búa til nýja aðstöðu fyrir börn og unglinga. 

Skylt efni: Súðavík

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...