Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkir vegna jarðræktar og hreinsunar affallskurða
Fréttir 20. mars 2014

Styrkir vegna jarðræktar og hreinsunar affallskurða

Bændasamtök Íslands auglýsa nú eftir umsækjendum um jarðræktar­styrki vegna fram­kvæmda á árinu 2014. Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu 21. mars næst­komandi. Á Bænda­torginu geta bændur skráð sig inn á auðkenni sínu og sótt um jarðræktarstyrki með rafrænum hætti eins og fyrri ár. Umsóknarfrestur er til 10. september 2014.


Rafræna umsóknin í Bænda-torginu er samtengd við JÖRÐ, skýrsluhaldsforrit í jarðrækt. Upplýsingar um tún (spildur) o.fl. eru sóttar beint í JÖRÐ.IS þegar rafræn umsókn er útfyllt í Bændatorginu. Mikilvægt er því að yfirfara skráningar um spildur í JÖRÐ.IS áður en gengið er frá umsókn um jarðræktarstyrki. Umsóknum er einnig hægt að skila á skrifstofu Bændasamtaka Íslands á sérstökum eyðublöðum sem samtökin láta í té.

Jarðrækt og hreinsun affallsskurða

Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum Bændasamtaka Íslands nr. 708/2013 um framlög til jarðaræktar og hreinsunar affallsskurða sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest.


Verklagsreglurnar fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði vegna jarðræktar- og hreinsunar affallsskurða, skv. 5.gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum.

Styrkir vegna sáningar háðir lágmarksstærð lands

Framlög eru veitt til sáningar á ræktarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt er ætluð til fóður- og matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Framlög eru aðeins veitt ef heildarflatarmál ræktunar er a.m.k. 2 ha. og er uppskera kvöð.


Framlag á hvern ha. fyrir hvert bú er kr. 17.000 á ha. frá 1–30 ha. og kr. 12.000 á ha. frá 30–60 ha. Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Framlög skerðast á hvern ha. hlutfallslega ef fjármunir hrökkva ekki til. Framlög má veita til upphreinsunar á stórum affallsskurðum sem taka við vatni af stórum landsvæðum. Skilyrði er að skurðirnir séu hreinsaðir bakka á milli og séu minnst 6 metra breiðir að ofan, og heildarlengd sé a.m.k. 100 metrar.

Skilyrði samkvæmt verklagsreglum

Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um. Bændasamtök Íslands hafa sett verklagsreglur nr. 707/2013 um framkvæmd úttekta vegna framlaga til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest.


Til að standast úttekt vegna jarðræktar þarf að liggja fyrir fullnægjandi túnkort af ræktarlandinu, t.d. úr túnkortagrunni Bændasamtaka Íslands sem eru aðgengileg í JÖRÐ.IS. Vanda skal til verka þegar ræktunarspildur eru hnitaðar inn í viðurkenndum kortagrunni. Þegar ræktað er aðeins í hluta af túni sem hægt er að vísa í á túnkorti og/eða þegar um nýbrotið land er að ræða sem ekki hefur verið mælt á túnkorti, ber umsækjanda að framvísa fullnægjandi túnkorti sem afmarkar ræktunina. Þegar metið er hvort túnkort er fullnægjandi skal byggja það mat á því hvort fagaðili hafi teiknað og mælt viðkomandi ræktun.


Til að standast úttekt vegna hreinsunar affallsskurða þarf að liggja fyrir fullnægjandi kort yfir skurði með tilheyrandi upplýsingum sem sótt er um styrk til að hreinsa. Úttektaraðili sannreynir að öll skilyrði til styrkveitingar eru uppfyllt.

Umsóknir skráðar í gagnagrunn

Allar umsóknir eru skráðar í þar til gerðan gagnagrunn í Bændatorginu með tengingu við JÖRÐ.IS eins og áður hefur komið fram. Þar eru einnig skráðar allar úttektir og hnitsettar. Skráðar eru upplýsingar um ræktunina svo sem tegundir og yrki, ræktunarár, landnúmer samkvæmt Fasteignaskrá ríkisins þess lands þar sem ræktunin á sér stað og búsnúmer umsækjanda. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok.


Í Bændatorginu er hægt að nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir. 

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...