Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Mynd / Gunnubúð
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innviðaráðherra á dögunum.

Frá Verzlunarfjelagi Árneshrepps. Mynd / Verzlunarfjelag Árneshrepps

Ráðherra staðfesti tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli, sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022– 2036 að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Að þessu sinni var sautján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2025.

„Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar. Samtals bárust sex umsóknir fyrir samtals 41,8 m.kr,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Eftirtaldar verslanir fengu styrki:

Bakka­Búðin ehf., Reykhólum: 5 m.kr. rekstrarstyrkur

Verzlunarfjelag Árneshrepps: 3 m.kr. rekstrarstyrkur

Hríseyjarbúðin: 2,5 m.kr. styrkur til endurbóta og sjálfvirknivæðingar

North East Travel ehf., Bakkafirði: 1,5 m.kr. rekstrarstyrkur

Gunnubúð ehf., Raufarhöfn: 3 m.kr. styrkur til endurbóta

Verslunarfélag Drangsness: 2 m.kr. rekstrarstyrkur.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...