Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Gunnubúð á Raufarhöfn fær styrk til endurbóta.
Mynd / Gunnubúð
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innviðaráðherra á dögunum.

Frá Verzlunarfjelagi Árneshrepps. Mynd / Verzlunarfjelag Árneshrepps

Ráðherra staðfesti tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli, sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022– 2036 að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Að þessu sinni var sautján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2025.

„Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar. Samtals bárust sex umsóknir fyrir samtals 41,8 m.kr,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Eftirtaldar verslanir fengu styrki:

Bakka­Búðin ehf., Reykhólum: 5 m.kr. rekstrarstyrkur

Verzlunarfjelag Árneshrepps: 3 m.kr. rekstrarstyrkur

Hríseyjarbúðin: 2,5 m.kr. styrkur til endurbóta og sjálfvirknivæðingar

North East Travel ehf., Bakkafirði: 1,5 m.kr. rekstrarstyrkur

Gunnubúð ehf., Raufarhöfn: 3 m.kr. styrkur til endurbóta

Verslunarfélag Drangsness: 2 m.kr. rekstrarstyrkur.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...