Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Matvælastofnun (MAST) opnaði fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum í byrjun mánaðar og lýkur umsóknarfresti 29. febrúar. Tekið er fram í tilkynningu frá MAST að hann verði ekki framlengdur.

Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa.

Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum. Nær heimildin til allra lögbýla í landinu þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli að talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri. Jafnframt er skilyrt að umsækjendur hafi ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein og virðisaukanúmer.

Undanskildar eru þó þær jarðir og jarðarhlutar sem liggja innan skipulagðra þéttbýlissvæða sveitarfélaga. Þá eru framlög ekki veitt vegna framkvæmda á lögbýlum sem hafa ekki verið setin í tvö ár eða lengur næst á undan framkvæmdarári, eða eru nytjuð frá öðrum lögbýlum nema byggingar á jörðinni séu nytjaðar til búrekstrar sem krefst aðgangs að vatni eða fyrir liggi heimild til stofnunar lögbýlis þar skv. jarðarlögum.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...