Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum
Fréttir 29. desember 2016

Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum. Umsóknir frá þremur aðilum bárust og skipta þeir með sér heildarframlagi ársins, rúmlega átta milljónum.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið hafi verið í samræmi við gildandi aðlögunarsamning um starfskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og samsvarandi reglugerð.

„Árið 2016 bárust þrjár umsóknir og hlutu þær allar afgreiðslu og var samanlagður áætlaður kostnaður við uppsetningu á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum samkvæmt innkomnum umsóknum krónur 53.850.000  á grunnfleti sem nemur alls 3.264 fermetrum. Samkvæmt reiknireglum um úthlutun styrkja hefði heildarstyrkupphæð þurft að vera 10.978.200 krónur vegna umsókna í ár.

Heildarframlag skv. fjárlögum 2016 er kr. 8.000.000, en eftir stóðu kr. 340.146 frá fyrra ári. Heildarframlag styrkja var því 8.340.146 krónur að þessu sinni. Í nýjum búvörusamningum sem taka gildi um áramót er ekki gert ráð fyrir frekari lýsingarstyrkjum, og því er þetta að öllum líkindum í síðasta skipti sem þeim er úthlutað,“ segir í tilkynningunni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...