Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum
Fréttir 29. desember 2016

Styrkir til garðyrkjubænda vegna lýsingar í gróðurhúsum

Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum. Umsóknir frá þremur aðilum bárust og skipta þeir með sér heildarframlagi ársins, rúmlega átta milljónum.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið hafi verið í samræmi við gildandi aðlögunarsamning um starfskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og samsvarandi reglugerð.

„Árið 2016 bárust þrjár umsóknir og hlutu þær allar afgreiðslu og var samanlagður áætlaður kostnaður við uppsetningu á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum samkvæmt innkomnum umsóknum krónur 53.850.000  á grunnfleti sem nemur alls 3.264 fermetrum. Samkvæmt reiknireglum um úthlutun styrkja hefði heildarstyrkupphæð þurft að vera 10.978.200 krónur vegna umsókna í ár.

Heildarframlag skv. fjárlögum 2016 er kr. 8.000.000, en eftir stóðu kr. 340.146 frá fyrra ári. Heildarframlag styrkja var því 8.340.146 krónur að þessu sinni. Í nýjum búvörusamningum sem taka gildi um áramót er ekki gert ráð fyrir frekari lýsingarstyrkjum, og því er þetta að öllum líkindum í síðasta skipti sem þeim er úthlutað,“ segir í tilkynningunni.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...