Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkir til endurheimtar votlendis
Mynd / HKr.
Fréttir 30. maí 2016

Styrkir til endurheimtar votlendis

Höfundur: smh

Landgræðsla ríkisins hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til endurheimtar votlendis. Við ákvörðum um styrkveitingu er einkum lögð áhersla á að framkvæmdir stuðli að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, lífríki svæðis eflis og að verkefnið hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Umsóknarfrestur er til 20. júní.

Í tilkynningu frá Landgræðslunni kemur fram að umhverfisráðuneytið hafi falið henni umsjón með framkvæmd endurheimtar votlendis í byrjun þessa árs, í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Markmiðið sé að styðja við og hvetja til endurheimtar landrænna votlendisvistkerfa. Hlutverk Landgræðslunnar sé að veita leiðbeiningar, ráðgjöf og styrki til framkvæmda með það megin markmið að koma vatnsbúskap svæðið sem næst fyrra horfi.

„Veittur er styrkur fyrir kostnaði við vinnu, tækjavinnu og efniskaup vegna verkefnisins samkvæmt mati Landgræðslu ríkisins. Þeir sem geta sótt um styrk eru m.a. sveitarfélög, landeigendur, félagasamtök og aðrar stofnanir.

Verkefni sem hljóta styrk verða í forsjá og á ábyrgð styrkþega og þeir teljast framkvæmdaaðilar. Landgræðslan veitir ráðgjöf og fjármagn til framkvæmda, gerir úttekt á aðstæðum fyrir endurheimt og hefur jafnframt eftirlit með framvindu verkefna og metur árangur þeirra.

Á sumum svæðum hefur dregið úr nýtingu lands sem hefur verið framræst. Þessum svæðum er kjörið að koma aftur í sitt náttúrulega horf. Með endurheimt votlendis er leitast við að koma vatnsbúskap svæðis sem næst því sem áður var. Í kjölfarið má svo gera ráð fyrir að lífríki færist til fyrra horfs og að jöfnuður gróðurhúsalofttegunda verði jákvæður. Endurheimt votlendis getur aukið útivistargildi svæða, t.d. aukið möguleika til fuglaskoðunar og bætt skilyrði til veiða. Mjög misjafnt er þó hversu vel svæði henta til endurheimtar. Í sumum tilvikum er torsótt að koma vatnsbúskap í fyrra horf,“ segir í tilkynningu Landgræðslunnar.

Skylt efni: endurheimt votlendis | COP21

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...