Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrking raforkuflutningakerfis á N-Austurlandi forgangsatriði
Fréttir 1. mars 2016

Styrking raforkuflutningakerfis á N-Austurlandi forgangsatriði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að styrking raforkuflutningskerfis á Norð­austur­landi með bættum raforkuflutningi milli Blöndu og Kárahnjúkavirkjunar sé forgangsatriði fyrir landshlutann. 
 
Þá sé brýnt að ráðast verði í þá framkvæmd óháð því hvort og þá hvenær ráðist verði í fyrirhugaða Sprengisandslínu. Sveitarstjórn telur að Sprengisandslína sé fyrst og fremst ætluð til styrkingar á byggðalínunni og því sé um aðskildar framkvæmdir að ræða sem ekki séu háðar sameiginlegu umhverfismati. 
 
Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem samþykkt var á fundi nýverið. Sex fulltrúar greiddu bókuninni atkvæði sitt, einn sat hjá. Fyrir fundinum lá erindi frá Skipulagsstofnun sem hefur til meðferðar tillögu fyrirtækis að matsáætlun vegna Sprengisandslínu.
 
Stofnunin hefur verið að fara yfir þær athugasemdir sem bárust við tillögunni. Í þeim athugasemdum, sem eru samhljóða, auk annarra athugasemda, hefur verið vikið að mögulegu sameiginlegu umhverfismati línunnar og annarra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.  
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...