Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrking raforkuflutningakerfis á N-Austurlandi forgangsatriði
Fréttir 1. mars 2016

Styrking raforkuflutningakerfis á N-Austurlandi forgangsatriði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að styrking raforkuflutningskerfis á Norð­austur­landi með bættum raforkuflutningi milli Blöndu og Kárahnjúkavirkjunar sé forgangsatriði fyrir landshlutann. 
 
Þá sé brýnt að ráðast verði í þá framkvæmd óháð því hvort og þá hvenær ráðist verði í fyrirhugaða Sprengisandslínu. Sveitarstjórn telur að Sprengisandslína sé fyrst og fremst ætluð til styrkingar á byggðalínunni og því sé um aðskildar framkvæmdir að ræða sem ekki séu háðar sameiginlegu umhverfismati. 
 
Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem samþykkt var á fundi nýverið. Sex fulltrúar greiddu bókuninni atkvæði sitt, einn sat hjá. Fyrir fundinum lá erindi frá Skipulagsstofnun sem hefur til meðferðar tillögu fyrirtækis að matsáætlun vegna Sprengisandslínu.
 
Stofnunin hefur verið að fara yfir þær athugasemdir sem bárust við tillögunni. Í þeim athugasemdum, sem eru samhljóða, auk annarra athugasemda, hefur verið vikið að mögulegu sameiginlegu umhverfismati línunnar og annarra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.  
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...