Stutt við nýliða í búskap og ættliðaskipti
Umsóknarfrestur um nýliðunarstuðning í landbúnaði 2025 er til 1. september.
Markmið nýliðunarstuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Umsóknum er skilað inn á vefinn Afurð.is.
Til að geta hlotið styrk þurfa umsækjendur að vera á aldrinum 18–40 ára og mega ekki hafa hlotið slíkan stuðning áður. Viðkomandi séu að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafi leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.
Viðkomandi hafi með sannarlegum hætti lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku. Þá þarf að uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Sjá nánari upplýsingar á vefnum bondi.is.
