Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stutt hettupeysa
Hannyrðahornið 25. júní 2015

Stutt hettupeysa

Stutt hettupeysa. Uppskrift frá KARTOPU TEKSTIL þýdd með leyfi frá þeim af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur
 
Stærð: 4 ára.
 
Yfirvídd: 62 sm.
 
Garn:
Kartopu Basak nr K792 bleikur, 2 dokkur. Basak er til í 33 litum sjá nánar á www.garn.is
 
Prjónar: Hringprjónn 60 sm nr 4 eða sú prjónastærð sem þarf til að fá 23 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni
 
Perluprjón: Umferð 1: *1 slétt, 1 brugðin* endurtakið *-* út umferðina 
Umferð 2: *1 brugðin, 1 slétt* endurtakið *-* út umferðina 
Endurtakið þessar tvær umferðir
 
Aðferð: Peysan er öll prjónið fram og til baka, hvert stykki fyrir sig.
Bakstykki: Fitjið upp 70 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið fram og til baka, 4 sm. Skiptið yfir í perluprjón og prjónið þar til stykkið mælist 15 sm (mælt með stroffi). Fellið af fyrir handvegi í annarri hverri umferð 2, 1, 1 lykkju. Prjónið áfram perluprjón þar til heildarlengd mælist 31 sm. Geymið stykkið.
 
Forstykki: Aukið er út jafnt og þétt þeim megin á framstykki sem er nær miðju að framan. Athugið að um leið og lykkjum fjölgar bætist við kaðall og perluprjón að honum loknum; 6 lykkjur perluprjón, 11 lykkjur kaðalmunstur, 17 lykkjur perluprjón eftir að útaukningu er að fullu lokið.
Fitjið upp 4 lykkjur og prjónið perluprjón 2 umferðir, aukið út í upphafi umferðar frá réttu: 3, 3, 3, 2, 2 lykkjur (munið eftir kaðli) og síðan 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 17 sinnum. Þegar stykkið mælist 11 sm er fellt af fyrir handvegi eins og á baki 2, 1, 1 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 27 sm fella þá af í hálsmáli 5, 3, 2, 1, 1 lykkjur = 18 lykkjur á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 31 sm. Prjónð annað framstykki en speglið.
 
Ermar: Byrjað er á að prjóna kaðalinn og lykkjur síðan teknar upp á hvorri langhlið fyrir stroff og ermi. Fitjið upp 13 lykkjur og prjónið kaðal, fram og til baka, 17 sm fellið af. Takið upp meðfram annarri langhliðinni 32 lykkjur og prjónið fram og til baka stroff (2 slétt, 2 brugðið) 4 sm. Fellið af. Takið upp meðfram hinni langhliðinni 48 lykkjur og prjónið perluprjón fram og til baka. Aukið út í 8. hverri umferð í upphafi og enda umferðar þar til 62 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið áfram þar til ermin mælist 26 sm (stroff og kaðall mælt með). Fellið af fyrir handvegi og síðan með því að móta ermakúpul; 3, 2, 10x1, 2, 3, 4 lykkjur í upphafi hverrar umferðar. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið aðra ermi eins.
 
Listi á framstykki: Takið upp 82 lykkjur (deilanlegt með 4+2) og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 4 sm. Fellið laust af. Á hægra framstykki er gert ráð fyrir tveimur hnappagötum. 
Lykkið eða saumið saman axlir, saumið saman hliðar, saumið ermar í. 
 
Hetta: Takið upp lykkjur í hálsmáli (ekki lykkjurnar af listanum) 15 lykkjur af hægra framstykki, 26 lykkjur af baki, 15 lykkjur af vinstra framstykki. Prjónið slétt prjón fram og til baka, 2 umferðir, aukið út í 3. umferð í 72 lykkjur þannig; prjónið 1 lykkju slétt, (aukið út um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt) x8, (aukið út um 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt) x3, (aukið út um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt) x8, aukið út um 1 lykkju, prjónið 1 lykkju slétt. Haldið áfram að prjóna slétt prjón fram og til baka þar til hettan mælist 23 sm eða sú hæð sem þið viljið. Fellið af með þremur prjónum eða lykkið saman hettuna.
 
Frágangur:
Gangið frá endum og saumið tölur í. Þvoið flíkina og leggið til þerris.          

3 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...