Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum.
Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum.
Fréttir 24. júlí 2018

Sturluhátíð í Dalabyggð

Höfundur: Fréttatilkynning

Sturla Þórðarson, sagnaritarinn mikli, var fæddur 29. júlí 1214. Þennan dag, sunnudaginn 29. júlí 2018, verður haldin Sturluhátíð í Tjarnarlundi í Dalabyggð. Samkoman hefst klukkan 14.

Að þessu sinni er atburðurinn tengdur fullveldinu. Það er vegna þess að fornritin íslensku voru í senn menningararfur og undirstaða sjálfstæðisbaráttunnar, baráttunnar fyrir fullveldi þjóðarinnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp við upphaf Sturluhátíðarinnar, en Ragnheiður Pálsdóttir, varaoddviti Dalabyggðar, býður gesti velkomna. Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Sturlunefndar, setur Sturluhátíðina.

Á hátíðinni verður sagt frá stórmerkilegri fornminjaskráningu á Staðarhóli í Saurbæ þar sem Sturla bjó lengst. Það er Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur, sem segir frá fornminjaskráningunni sem fór fram í fyrra. Þá mun Ari S. Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segja frá þátttöku fyrirtækisins í því að setja upp söguskilti í Dalabyggð á „gullna söguhringnum“. Guðrún Ása Grímsdóttir fræðimaður á Árnastofnun segir frá útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Sturlungu sem lengi hefur verið á döfinni. Um tónlist sjá þau Hanna Dóra Sturludóttir og Snorri Sigfússon Birgisson. Að lokinni samkomunni mun Svavar Gestsson segja frá áformum um minningarreit um Sturlu Þórðarson að Staðarhóli.

Samkoman er öllum opin.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...