Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum.
Staðarhólskirkja í Saurbæ í Dölum.
Fréttir 24. júlí 2018

Sturluhátíð í Dalabyggð

Höfundur: Fréttatilkynning

Sturla Þórðarson, sagnaritarinn mikli, var fæddur 29. júlí 1214. Þennan dag, sunnudaginn 29. júlí 2018, verður haldin Sturluhátíð í Tjarnarlundi í Dalabyggð. Samkoman hefst klukkan 14.

Að þessu sinni er atburðurinn tengdur fullveldinu. Það er vegna þess að fornritin íslensku voru í senn menningararfur og undirstaða sjálfstæðisbaráttunnar, baráttunnar fyrir fullveldi þjóðarinnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp við upphaf Sturluhátíðarinnar, en Ragnheiður Pálsdóttir, varaoddviti Dalabyggðar, býður gesti velkomna. Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Sturlunefndar, setur Sturluhátíðina.

Á hátíðinni verður sagt frá stórmerkilegri fornminjaskráningu á Staðarhóli í Saurbæ þar sem Sturla bjó lengst. Það er Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur, sem segir frá fornminjaskráningunni sem fór fram í fyrra. Þá mun Ari S. Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segja frá þátttöku fyrirtækisins í því að setja upp söguskilti í Dalabyggð á „gullna söguhringnum“. Guðrún Ása Grímsdóttir fræðimaður á Árnastofnun segir frá útgáfu Hins íslenska fornritafélags á Sturlungu sem lengi hefur verið á döfinni. Um tónlist sjá þau Hanna Dóra Sturludóttir og Snorri Sigfússon Birgisson. Að lokinni samkomunni mun Svavar Gestsson segja frá áformum um minningarreit um Sturlu Þórðarson að Staðarhóli.

Samkoman er öllum opin.

 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...