Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stuðningur færður frá tómstunda­búskap til fjárbænda á lögbýlum
Mynd / sheepusa.org
Fréttir 11. mars 2016

Stuðningur færður frá tómstunda­búskap til fjárbænda á lögbýlum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Umræður hafa verið líflegar meðal bænda á samfélagsmiðlum um nýju búvörusamningana sem undirritaðir voru 19. febrúar síðastliðinn. Bændur kjósa nú um samninginn og lýkur kosningu á miðnætti 17. mars. 
 
Sveinn Hallgrímsson.
Sveinn Hallgrímsson, frístundabóndi og fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, segir m.a. í umræðunni á Facebook-síðu að hann hafi verið að reyna fóta sig í umræðunni um sauðfjársamninginn. Þar segir hann m.a.:
„Eitt sem virðist vera ljóst er að ég tapa á honum. Á sínum tíma keypti ég framleiðslurétt, til að geta fengið lán úr Lánasjóði landbúnaðarins. Ég keypti 50,6 ærgilda rétt, en það var það lágmark sem þurfti til fá jarðakaupalán. Með nýja samningnum þurfum við að vera með 100 kindur til að njóta beingreiðslnanna, að mér skilst. Það getum við ekki nema byggja ný fjárhús. Ég/við töpum því þessum greiðslum. Ég/við erum náttúrlega bara „hobbýbændur“ og því ekki hægt að gagnrýna þessa breytingu. Hér er því verið að færa stuðning frá tómstundabúskap til alvöru fjárbænda. Mér dettur ekki í hug að vera á móti samningnum vegna þessa ákvæðis, enda er hér um að ræða að flytja stuðninginn til alvöru bænda. Ég tel þetta réttmæta breytingu,“ segir Sveinn. 
 
Best væri ef það þyrfti engan stuðning 
 
Hann sagði í samtali við Bænda­blaðið að stærsta breytingin væri að nú erfðu menn ekki réttinn til beingreiðslna lengur, heldur yrðu að berjast fyrir því að fá stuðning með því að búa. Best væri auðvitað að bændur þyrftu engan stuðning, en þá yrðu menn um leið að taka tillit til þess alþjóðlega samkeppnisumhverfis sem íslenskir bændur störfuðu í. 
 
Einungis lögbýli með skráða starfsemi fá stuðning
 
Í ljósi orða Sveins er rétt að hafa í huga að nýir búvörusamningar útiloka ekki stuðning við bú með minna en 100 fjár. Skilyrðið verður aftur á móti miðað við að búið sé  á lögbýli, að viðkomandi sé með opið virðisaukaskattsnúmer og að búið sé  með ÍSAT-númer í landbúnaði.
 
Keppa við ríkisstuddan búskap í öðrum ríkjum
 
Sveinn  og margir fleiri hafa bent á að ekki sé sanngjarnt annað en að samkeppnin sé á jafnréttisgrundvelli. Því sé ósanngjarnt að afnema stuðningskerfi á Íslandi, á meðan bændur í samkeppnislöndunum njóti verulegra styrkja. 
 
Benti Sveinn á tilurð þessa stuðningskerfis í upphafi. Það hafi orðið til eftir aðra heimsstyrjöldina m.a. vegna kröfu Alþýðuflokks og sósíalista um lækkun matarverðs í verðbólgu sem þá ríkti. Í kjölfarið var farið að greiða niður verð úr ríkissjóði á saltfiski, kartöflum og dilkakjöti til að skaffa alþýðu manna ódýran mat. Þetta varð síðan upphafið að beitingu niðurgreiðslna til að hafa áhrif á verðlagsvísitölu og þar með verðbólgu í landinu. Var þróunin hér  í takt við það sem var að gerast í Evrópu og Bandaríkjunum og er nú ríkjandi um allan heim.
 
Sveinn segist hafa barist á móti kvótasetningu í sauðfjárrækt fyrir 1980 ásamt Katli Hannessyni búnaðarhagfræðingi. Þeirra sjónarmið var að sauðfjárræktin væri betur sett til að hefja útflutning á kjöti án styrkja. Tuttugu árum síðar voru þeir á sömu skoðun en bættu við að um leið þyrfti Evrópusambandið og aðrar Evrópuþjóðir að hætta að greiða niður sinn landbúnað. 
 
Miklir styrkir í samkeppnislöndum
 
Flestar þjóðir heims eru nú með einhvers konar stuðning við landbúnað og reyndar einnig sjávarútveg. Árið 1994 var Sveinn í Bandaríkjunum í eitt ár þegar Bill Clinton ætlaði að afnema styrki til landbúnaðar, m.a. til ullarframleiðslu. Sagði Sveinn að mikill styrkur sé þar í landi til ullarframleiðslu sem rekja mætti til áranna eftir stríð þegar ullarframleiðsla í heiminum snarminnkaði. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum óttuðust þá að ekki yrði nægt framboð af ull til að framleiða ullarnærföt fyrir hermenn sem störfuðu m.a. á Grænlandi. Var þá farið að greiða styrki til bænda til að framleiða ull. Þessar styrkveitingar voru þó ekki skilgreindar í fjárlögum Bandaríkjanna, heldur fóru í gegnum fjárveitingar til hermálaráðuneytisins. Skrifaði Sveinn grein m.a. um málið í tímaritið Frey á sínum tíma. 
 
Líta verður á stóra samhengið
 
Þegar rætt er um að leggja niður stuðningsgreiðslur til bænda á Íslandi verða menn því að mati Sveins að horfa á stóra samhengið. Þá verði einnig að hafa í huga að stór hluti stuðningsgreiðslna í öðrum löndum, eins og í Bandaríkjunum komi ekki fram í opinberum gögnum. Þar sé bændum m.a. greitt fyrir að nota ekki land til ræktunar.
 
Í ESB er svipað kerfi upp á teningnum. Þar eru meðal annars greiddri háir styrkir til hrossabænda til þess eins að beita land sem ekki er í ræktun svo þar vaxi ekki upp villtur gróður. Er það væntanlega gert til að hægt sé að grípa til þess lands ef og þegar þörf verður á auknu landi til matvælaframleiðslu. Er það í samræmi við CAP, landbúnaðarstefnu ESB, um að tryggja verði fæðuöryggi innan sambandsins. Litið er á það sem varnagla, í ljósi skelfilegrar reynslu liðinnar aldar, ef einhver óáran kemur upp þannig að ekki verði hægt að treysta á innflutning til að brauðfæða þjóðirnar.

2 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...