Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
Fréttir 25. september 2017

Strandveiðibátum hefur fækkað um 66 milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Það er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskildu.

Samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu var heildarafli strandveiðibáta á síðustu vertíð 9.818 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Næstmest var veitt af ufsa, eða 353 tonn, sem er 3,6% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur, eða 1,5% af heildinni.

Birta SU aflahæst strandveiðibáta

Birta SU sem gerð er út frá Djúpavogi var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiðivertíð með rúm 44,8 tonn. Næst komu Hulda SF, sem gerð er út frá Hornafirði, með 44,2 tonn og Ásbjörn SF frá Hornafirði með 43,6 tonn.

Fjórtán tegundir á króka

Alls komu fjórtán tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð. Afli í öðrum tegundum var meðal annars 77 tonn af karfa og 38 tonn af ýsu. Strandveiðibátar veiddu einungis níu kíló af hlýra og fimm kíló af gaddakrabba.

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð, eða 623 kíló. Í fyrra var hann 614 kíló og jókst því um 1,5% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla í róðri að venju, eða 667 kíló. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 650 kíló, þá svæði B með 574 kíló en svæði D rak svo lestina með 565 kíló.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...