Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
Fréttir 25. september 2017

Strandveiðibátum hefur fækkað um 66 milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Það er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskildu.

Samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu var heildarafli strandveiðibáta á síðustu vertíð 9.818 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Næstmest var veitt af ufsa, eða 353 tonn, sem er 3,6% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur, eða 1,5% af heildinni.

Birta SU aflahæst strandveiðibáta

Birta SU sem gerð er út frá Djúpavogi var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiðivertíð með rúm 44,8 tonn. Næst komu Hulda SF, sem gerð er út frá Hornafirði, með 44,2 tonn og Ásbjörn SF frá Hornafirði með 43,6 tonn.

Fjórtán tegundir á króka

Alls komu fjórtán tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð. Afli í öðrum tegundum var meðal annars 77 tonn af karfa og 38 tonn af ýsu. Strandveiðibátar veiddu einungis níu kíló af hlýra og fimm kíló af gaddakrabba.

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð, eða 623 kíló. Í fyrra var hann 614 kíló og jókst því um 1,5% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla í róðri að venju, eða 667 kíló. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 650 kíló, þá svæði B með 574 kíló en svæði D rak svo lestina með 565 kíló.

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...