Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
ls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Mynd / VH
Fréttir 25. september 2017

Strandveiðibátum hefur fækkað um 66 milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Það er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskildu.

Samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu var heildarafli strandveiðibáta á síðustu vertíð 9.818 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski sem er 94,4% heildaraflans. Næstmest var veitt af ufsa, eða 353 tonn, sem er 3,6% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur, eða 1,5% af heildinni.

Birta SU aflahæst strandveiðibáta

Birta SU sem gerð er út frá Djúpavogi var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiðivertíð með rúm 44,8 tonn. Næst komu Hulda SF, sem gerð er út frá Hornafirði, með 44,2 tonn og Ásbjörn SF frá Hornafirði með 43,6 tonn.

Fjórtán tegundir á króka

Alls komu fjórtán tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð. Afli í öðrum tegundum var meðal annars 77 tonn af karfa og 38 tonn af ýsu. Strandveiðibátar veiddu einungis níu kíló af hlýra og fimm kíló af gaddakrabba.

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð, eða 623 kíló. Í fyrra var hann 614 kíló og jókst því um 1,5% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla í róðri að venju, eða 667 kíló. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 650 kíló, þá svæði B með 574 kíló en svæði D rak svo lestina með 565 kíló.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...