Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Strákaskott
Hannyrðahornið 8. apríl 2014

Strákaskott

Stærð: 4 (8) 12 mánaða
Garn: Lyppa
Blár eða mosagrænn 2 (2) 3 dokkur
Ljósgrár eða gulur 1 dokka allar str.
Grænn eða lillablár 1 dokka allar str.
4 tölur
60 cm hringprjónn no 3,5
Heklunál sem hæfir garni

Bolur
Fitjið upp 105 (112) 119 l með bláa eða mosagræna litnum og pr tvær umf. fram og til baka, garðaprjón.
Prjónið áfram garða eins og hér segir:
1 x grænn eða lillablár.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x ljósgrár eða gulur.
1 x grænn eða lillablár.
1 x grár eða gulur.
1 x blár eða mosagrænn.
1 x grænn eða lillablár.
2 x blár eða mosagrænn.
Endurtakið þetta alls 4 (5) 6 sinnum. Endið í öllu str á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Geymið og prjónið ermar.

Ermar
Fitjið upp 31 (33) 35 l og prj. 4 (4,5) 5 cm stroff, 1 sl og 1 br. Að stroffi loknu er aukið út um 8 (8) 8 l og prjónað sama litamunstur og á bolnum. Prjónið alls 4 (5) 6 munstur. Endið á tveimur bláum eða mosagrænum görðum.
Prjónið hina ermina eins.

Berustykki
Takið nú græna eða lillabláa garnið og prjónið21 (28) 30 l, prjónið ermina við og prjónið áfram 53 (56) 59 l, prjónið hina ermina við og að síðustu er umferðin klárum, það ættu að vera 21 (28) 30 l.
Haldið áfram að prjóna litamunstrið en í 9. (10.) 11. garða frá réttunni er áttunda hver lykkja tekin úr þ.e. prj. 6 l prjóna tvær saman. Endurtakið út umf.
Í 18. (20.) 22. garða er fjórða hver l tekin úr þe. pr 1 l,* pr 2 saman, pr 2 l*, endurtakið frá * til * út umf.
Í 22. (25.) 28. garða er þriðja hver l tekin úr þe. * pr 1 l, pr 2 saman* endurtakið frá * til * út umf.
Endið á bláum garða og fellið af.
Gangið frá endum og saumið ermina saman.
Heklið 3 umf. fastahekl í hvorn boðung og munið að gera ráð fyrir 4 hnappagötum í vinstri boðunginn. Það getur verið fallegra að hekla líka eina umf. fastahekl í kringum hálsmálið en það er ekki nauðsynlegt.
Skolið peysuna og leggið til.


Helena Eiríksdóttir

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...