Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá Ytri-Bægisá í Þelamörk. Hvítu fjöllin í baksýn eru út í Höfðahverfi. Grenivíkurfjall, Leirdalsöxl og Laufáshnjúkur.
Frá Ytri-Bægisá í Þelamörk. Hvítu fjöllin í baksýn eru út í Höfðahverfi. Grenivíkurfjall, Leirdalsöxl og Laufáshnjúkur.
Mynd / Sigurgeir B. Hreinsson
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ástandið verst og þannig að á einhverjum bæjum eru tún alveg ónýt.

Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að útlitið sé svart á ýmsum stöðum, samkvæmt upplýsingum sem hann hefur fengið frá bændum. Hann sé nú á leið í ferðir með dróna til að taka myndir og safna sönnunargögnum um stöðu mála, en þær verða notaðar þegar Bjargráðasjóður metur bótaumsóknir bænda.

Öll tún dauð á einstaka bæjum

„Það stefnir í umtalsvert kal við utanverðan Eyjafjörð. Mestur er vandinn í Dalvíkurbyggð í Svarfaðardalnum en einnig í Hörgársveit, jafnvel þannig að á einstaka bæjum eru nánast öll tún dauð. Á pörtum í Þelamörk og fram í Öxnadal er ástandið líka mjög slæmt, en það eru náttúrlega miklu færri bæir á þeim svæðum. Í Eyjafjarðarsveit er kal á einhverjum smáblettum.


Ég held að einungis fáir bæir í Suður-Þingeyjarsýslu glími við kal og ég hef heyrt frá Norðurlandi vestra að Hjaltadalurinn væri til dæmis ekki góður og eitthvað væri líka í Vestur-Húnavatnssýslu,“ segir Sigurgeir.

Mest eru áhrifin á stór kúabú

Hann segist áætla að verulegar kalskemmdir hafi orðið á túnum 40–50 bæja við Eyjafjörð. „Það er þó erfitt að segja til um það nákvæmlega fyrr en ég er búinn að fara yfir svæðin með drónanum. Þetta hefur auðvitað mismikil áhrif á búreksturinn. Mest hefur þetta áhrif á þessi stóru kúabú sem þurfa mikinn heyskap.

Það er þó ljóst að um gríðarlegt tjón er að ræða og má áætla að það hlaupi á hundruðum milljóna króna á öllu svæðinu. Eigin ábyrgð bænda er 500 þúsund krónur, en það er víða svo miklu meira tjón, sem Bjargráðasjóður ætti þá að bæta.“

Sá grænfóðri

„Einhverjir bændur eru þegar byrjaðir að plægja og hafa bara tekið myndir sjálfir, en þeir eru líka að keppa við tímann núna því þar sem ástandið er verst hafa ekki verið aðstæður til að sá fyrir grænfóðri sem er þó það sem þarf að gera sem fyrst. Menn velja oft hafra með grasfræinu og svo er líka ísáning nokkuð algeng þar sem eru tiltölulega ný tún og rótin mjúk, að þá ná þeir að koma fræinu niður án þess að þurfa að plægja fyrst,“ útskýrir Sigurgeir.

„Það var snjór yfir öllu svo lengi og síðan bara bleyta. Í Svarfaðardalnum eru bændur til dæmis bara rétt núna að byrja í flagvinnu,“ bætir hann við.
Að sögn Sigurgeirs eru þetta verstu kalskemmdir á túnum í meira en áratug. „Það hafa þó á þessum tíma af og til orðið kalskemmdir og það virðist vera sem þessir umhleypingar, sem eru orðnir algengir á undanförnum árum, séu mjög til vandræða. Það snjóaði aðeins í desember, svo hlánar strax í janúar og víða þar sem snjórinn var lítill hreinsaðist hann alveg upp. Á ákveðnum stöðum náði því að blotna vel í jarðveginum og svo frystir. Það ástand náði svo eiginlega alveg fram í maí.“ 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...