Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stórt verk með mikið heimildargildi
Skoðun 11. desember 2014

Stórt verk með mikið heimildargildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjöunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er komið út og í því er fjallað um Hofshrepp, samtals 78 býli í Óslandshlíð, Deildardal, Unadal og á Höfðaströnd, ásamt sveitarfélagslýsingu.

Hjalti Pálsson, ritstjóri og aðalhöfundur verksins, segir að bækurnar verði alls tíu og að í þeim sé fjallað í texta og myndum um sögu allra jarða í Skagafirði sem hafa verið í ábúð frá 1781 til 2014.

„Ég byrjaði að vinna að verkinu í árslok 1995 og geri mér vonir um að síðasta bindið komi út 2020 þannig að vinnan við verkið tekur 25 ár.

Hverri jörð í Skagafirði er lýst, bygginga getið og fylgir tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703–2014. Eignarhald og saga jarðanna er rakin frá því þær koma fyrst við heimildir.

Auk ábúendatals frá tímabilinu 1781 til 2014 fylgir umfjöllun um hvert sveitarfélag fyrir sig, lýsing á jörðum auk fjölda innskotsgreina, þjóðsögur, vísur og frásagnir af fólki og fyrirbærum. Verkinu er skipt niður eftir gömlu skiptingunni í hreppi þrátt fyrir að þeir hafi flestir sameinast í dag,“ segir Hjalti.

Bindið sem nú kemur út er 480 blaðsíður og í stóru broti. Í henni eru 640, nýjar og gamlar, ljósmyndir af fólki, bæjum og landslagi auk 45 korta og teikninga.

Rík áhersla er á myndir og kort í bókinni og er öllum fornbýlum og seljum lýst og GPS-stöðuhnit þeirra tilgreind. Útgefandi er Sögufélag Skagfirðinga. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...