Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stórt verk með mikið heimildargildi
Skoðun 11. desember 2014

Stórt verk með mikið heimildargildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjöunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar er komið út og í því er fjallað um Hofshrepp, samtals 78 býli í Óslandshlíð, Deildardal, Unadal og á Höfðaströnd, ásamt sveitarfélagslýsingu.

Hjalti Pálsson, ritstjóri og aðalhöfundur verksins, segir að bækurnar verði alls tíu og að í þeim sé fjallað í texta og myndum um sögu allra jarða í Skagafirði sem hafa verið í ábúð frá 1781 til 2014.

„Ég byrjaði að vinna að verkinu í árslok 1995 og geri mér vonir um að síðasta bindið komi út 2020 þannig að vinnan við verkið tekur 25 ár.

Hverri jörð í Skagafirði er lýst, bygginga getið og fylgir tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703–2014. Eignarhald og saga jarðanna er rakin frá því þær koma fyrst við heimildir.

Auk ábúendatals frá tímabilinu 1781 til 2014 fylgir umfjöllun um hvert sveitarfélag fyrir sig, lýsing á jörðum auk fjölda innskotsgreina, þjóðsögur, vísur og frásagnir af fólki og fyrirbærum. Verkinu er skipt niður eftir gömlu skiptingunni í hreppi þrátt fyrir að þeir hafi flestir sameinast í dag,“ segir Hjalti.

Bindið sem nú kemur út er 480 blaðsíður og í stóru broti. Í henni eru 640, nýjar og gamlar, ljósmyndir af fólki, bæjum og landslagi auk 45 korta og teikninga.

Rík áhersla er á myndir og kort í bókinni og er öllum fornbýlum og seljum lýst og GPS-stöðuhnit þeirra tilgreind. Útgefandi er Sögufélag Skagfirðinga. 

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...