Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðni Ágústsson kyssir Skrautu á Stóra-Ármóti.
Guðni Ágústsson kyssir Skrautu á Stóra-Ármóti.
Mynd / Sigurður Jónsson
Fréttir 29. mars 2016

Stórstirni skemmta kúabændum á 30 ára afmælisfundi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fram fer dagana 31. mars til 1. apríl verður efnt til veislu í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna. Fer hófið fram á Hótel Sögu. Þar munu Guðni Ágústsson, rithöfundur og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, troða upp ásamt skemmtikraftinum Ara Eldjárn.
 
Örugglega verður fróðlegt að fylgjast með þeirri uppákomu, en þar hefur Guðni ótvírætt forskot  á Ara þótt báðir séu góðir skemmtikraftar. Guðni er nefnilega með reynslu sem ráðherra og er líka hokinn af reynslu úr Brúnastaðafjósinu. Hann er líka eini ráðherrann í heimi svo vitað sé, jafnvel þótt víðar væri leitað, sem staðið hefur í kossaflensi við kýr. 
 
Á myndinni hér að ofan má einmitt sjá Guðna smella kossi á Skrautu á Stóra-Ármóti í ráðherratíð sinni. Þá voru miklar deilur um hvort skipta ætti út kúakyninu á Íslandi fyrir norskar kýr. Varði Guðni íslensku kýrnar af miklu harðfylgi. Á Alþingi reyndi Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrv. félagsmálaráðherra, að gera grín að Guðna fyrir kossaflensið og segir að það sé orðið frægt að hann hafi verið að kyssa Skjöldu. Guðni var snöggur upp á lagið og sagði að það væri mjög ólíkt með honum og  kvennaljómanum Guðmundi Árna, hann vissi allavega hvað dömurnar hétu sem hann væri að kyssa í hvert sinn. Kýrin héti alls ekki Skjalda heldur Skrauta. 
 
Hvort viðureign Guðna og Ara Eldjárn við skemmtanahald í hófi kúabænda kemst í heimsfréttirnar skal ósagt látið. Hitt er víst að það verður erfitt hjá Guðna að toppa kossinn fræga. Þar gæti Ari átt tromp uppi í erminni. 

2 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...