Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðni Ágústsson kyssir Skrautu á Stóra-Ármóti.
Guðni Ágústsson kyssir Skrautu á Stóra-Ármóti.
Mynd / Sigurður Jónsson
Fréttir 29. mars 2016

Stórstirni skemmta kúabændum á 30 ára afmælisfundi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fram fer dagana 31. mars til 1. apríl verður efnt til veislu í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna. Fer hófið fram á Hótel Sögu. Þar munu Guðni Ágústsson, rithöfundur og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, troða upp ásamt skemmtikraftinum Ara Eldjárn.
 
Örugglega verður fróðlegt að fylgjast með þeirri uppákomu, en þar hefur Guðni ótvírætt forskot  á Ara þótt báðir séu góðir skemmtikraftar. Guðni er nefnilega með reynslu sem ráðherra og er líka hokinn af reynslu úr Brúnastaðafjósinu. Hann er líka eini ráðherrann í heimi svo vitað sé, jafnvel þótt víðar væri leitað, sem staðið hefur í kossaflensi við kýr. 
 
Á myndinni hér að ofan má einmitt sjá Guðna smella kossi á Skrautu á Stóra-Ármóti í ráðherratíð sinni. Þá voru miklar deilur um hvort skipta ætti út kúakyninu á Íslandi fyrir norskar kýr. Varði Guðni íslensku kýrnar af miklu harðfylgi. Á Alþingi reyndi Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrv. félagsmálaráðherra, að gera grín að Guðna fyrir kossaflensið og segir að það sé orðið frægt að hann hafi verið að kyssa Skjöldu. Guðni var snöggur upp á lagið og sagði að það væri mjög ólíkt með honum og  kvennaljómanum Guðmundi Árna, hann vissi allavega hvað dömurnar hétu sem hann væri að kyssa í hvert sinn. Kýrin héti alls ekki Skjalda heldur Skrauta. 
 
Hvort viðureign Guðna og Ara Eldjárn við skemmtanahald í hófi kúabænda kemst í heimsfréttirnar skal ósagt látið. Hitt er víst að það verður erfitt hjá Guðna að toppa kossinn fræga. Þar gæti Ari átt tromp uppi í erminni. 

2 myndir:

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...