Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stóridalur
Bærinn okkar 27. apríl 2017

Stóridalur

Jakob Víðir og Ragnhildur tóku við búi af foreldrum Víðis veturinn 2015 en jörðin Stóridalur hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1792. 
 
Ný fjárhús voru byggð árið 2008 sem var mikil bylting í starfsháttum. Hér er rekin tamningastöð flesta mánuði ársins en gömul útihús voru tekin í gegn og endurgert nýtt 18 hesta hús þegar þau tóku við búi.
 
Býli:  Stóridalur.
 
Staðsett í sveit:  Húnavatnshreppur, Austur-Húnavatnssýsla.
 
Ábúendur: Jakob Víðir Kristjánsson og Ragnhildur Haraldsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 2 fullorðin og svo eigum við Harald Bjarka, 4 ára og Margréti Viðju, 3 ára. Svo eigum við risahundinn Bjart sem er af tegundinni Golden retriever sem telur sig einn af fjölskyldunni.
 
Stærð jarðar?  1.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjár og hrossabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 850 kindur og 40 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér er vaknað upp úr 7 og börnin gerð klár í leikskólann. Um átta er byrjað á því að gefa tamningahrossunum og því næst er haldið niður í fjárhús og gefið þar og sópað. Um tíuleytið eru hrossin búin að éta og þá er hafist handa við tamningar fram að mat. Eftir mat er haldið áfram að ríða út fram að seinni gjöf í fjárhúsunum og endar vinnudagurinn yfirleitt í kringum sjö á kvöldin.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt sem viðkemur haustverkunum er skemmtilegt, en göngur og réttir er afar skemmtilegur tími í sveitinni, eins sem er alltaf gaman er að taka tryppin inn í nokkra daga og spekja og venja þau við. Girðingavinna myndi seint teljast til skemmtiverka hér á bæ.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Þá hvíla flest öll útiverk á herðum barnanna. En að öllu gamni slepptu er stefnan að fara í frekari jarðrækt ásamt því að reyna að bæta bæði af hross og fé. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Já, en enga gáfulega.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við höldum að honum eigi eftir að vegna vel í framtíðinni ef fallið verður frá þeirri stefnu stjórnvalda að flytja hér inn ferskt kjöt í stórum stíl með tilheyrandi sjúkdómahættu. Teljum við að þar sé verið að fórna meiri hagsmunum en minni.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Nýverið var verið að landa samningum á Japansmarkað fyrir bæði hrossa- og lambakjöt en við teljum jafnframt að það séu frekari sóknarfæri í markaðssetningu á þessu kjöti í Asíu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, kokteilsósa og mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambakjöt með haug af góðu meðlæti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er margt skemmtilegt sem hefur á daga okkar drifið í búskapnum og sumt af því myndi varla teljast prenthæft. En það var skemmtilegt þegar það tókst að leggja lokahönd á hesthúsið eftir miklar endurbætur og nokkur geðvonskuköst.

4 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...