Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Þingvallavatni.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Þingvallavatni.
Mynd / Flugubúllan
Í deiglunni 15. maí 2017

Stóri urriðinn hefur verið að gefa sig

Höfundur: Gunnar Bender
,,Það var brjálað rok og mígandi rigning, algjört rugl að vera úti í svona veðri,“ sagði Árni Kristinn Skúlason en hann hefur veitt töluvert í vorbyrjun og var á Þingvöllum fyrir fáum  dögum þegar aðrir voru bara heima hjá sér. En stóri urriðinn hefur verið að gefa sig og kannski mest á ION-svæðinu.
 
,,Það lægði í örfáar sekúndur og þá náði ég flugunni góða 20 metra út, þá lét ég fluguna sökkva vel og strippaði hratt inn. Mjög  fljótt strekktist vel á línunni og rauk línan út með látum. 
 
Eftir góða 60 metra roku stoppaði fiskurinn og gat ég togað hann nær mér, þá fann ég hve stór fiskurinn í raun og veru var, ekkert smá þungt kvikindi og stöngin í keng. 
 
Fiskurinn sýndi engin merki um þreytu og rauk út aftur og aftur þar til hann gaf sig á endanum, þá eftir góðan hálftíma á!  Ég tók mjög fast á honum, bremsan í botni, en það náði ekki að stöðva hann.
Fiskurinn reyndist 91 cm og 9 kg, mældur og vigtaður,“ sagði Árni við baráttuna á Þingvöllum.
 
– Hvað er að frétta úr Brúaránni?
 
,,Vorveiðin í Brúará í landi Sels hefur verið ágæt, Unnar Örn, frændi minn, fór núna um daginn og fékk nokkra fína urriða. 
 
Áin hefur verið frekar vatnsmikil og erfið en alltaf hægt að gera góða veiði. Núna er að hlýna og bleikjan ætti að fara að gefa sig,“ segir Árni Kristinn, sem eyðir miklum tíma við ána enda á hann heima þar rétt hjá henni. Og segir veiðimönnum þar til um veiðina stóran hluta sumars. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...