Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóra Kiwanis-hjálmamálið
Öryggi, heilsa og umhverfi 2. maí 2016

Stóra Kiwanis-hjálmamálið

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það hefur varla farið fram hjá neinum sú umræða sem hefur komið í kjölfarið á að borgaryfirvöld í Reykjavík leyfa ekki Kiwanis-mönnum og Eimskip að gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Ástæðan er sögð vera til komin vegna þess að lítil auglýsing þar sem nafn styrktaraðila Kiwanis-manna, Eimskip, kemur fram. 
 
Á vefsíðum dv.is og mbl.is er vitnað í Sigrúnu Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, þar sem hún bendir á að reglur borgarinnar um merktar gjafir til grunnskólabarna séu skýrar. „Börn eiga ekki að vera gangandi auglýsing,“ segir hún og bendir á að frjálst sé að dreifa slíkum gjöfum annars staðar en í skólum þegar skólastarfi lýkur. 
 
Hér er kolrangur hugsunarháttur stjórnenda Reykjavíkur. Sé hugsað til forvarna á frekar að hygla þeim sem borga fyrir forvarnirnar.
 
 Ef þetta er stefnan fást aldrei kostendur til forvarna
 
Í mörg ár hafa forvarnafulltrúar, félagasamtök og tryggingafélög kvartað undan því að erfitt sé að fá kostendur til forvarna. Í jafn mörg ár hafa þeir sem vinna á einn eða annan hátt við forvarnir bent á ágæti forvarna. Sjálfur hef ég komið að forvörnum bæði í starfi og leik í yfir 20 ár og ef sveitarfélög fara að taka upp þessu alröngu stefnu Reykjavíkur, sem virðist vera svo herfilega röng að halda mætti að Reykjavíkurborg sé á móti forvörnum. Þetta staðhæfi ég þar sem að skipulagsstjóri Reykjavíkur startaði átakinu hjólað í vinnuna hjálmlaus.
 
Bestu forvarnakennarar eru yngstu börnin
 
Í mörg ár hafa Kiwanis-menn í samstarfi við Eimskip gefið um 50.000 hjálma og það er öruggt að einhverjir sem hafa fengið þessa hjálma þakka fyrir að hjálmurinn frá Eimskip var á hausnum þegar þeir lentu í hnjaski. Að gefa börnum hjálma er hluti af uppeldi þar sem hjálmanotkun er brýnd og kennt hversu nauðsynlegt er að vera með hjálm á reiðhjóli. Þegar krakkarnir eru komnir með hjálm á hausinn finnst þeim að allir eigi að vera eins og þeir. Við fullorðna fólkið látum undan þar sem að fræðsluáróður barnanna er svo sterkur að annað er ekki hægt. Það er „töff“ að vera með hjálm, en púkó að vera hjálmlaus. Borgarstarfsmenn Reykjavíkur geta verið áfram „púkó“ og hjálmlausir, en endilega þiggið hjálminn frá Eimskip og Kiwanis því þeir klæða hausa vel og eru „töff“.
Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...