Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stofnræktun kartöfluútsæðis
Lesendabásinn 3. mars 2015

Stofnræktun kartöfluútsæðis

Höfundur: Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur
Markmið með stofnræktun kartöfluútsæðis er að fá arfhreint og heilbrigt útsæði til sáningar. 
 
Kartaflan er sérstök að því leyti að notuð eru vatnsauðug og næringarrík stöngulhnýði sem útsæði en ekki þurr fræ eins og hjá öðrum nytjajurtum. Aðeins í fáum tilvikum berst smit sjúkdóma í nýja ræktun með fræjum. Hins vegar geta flestir kartöfluskaðvaldar borist með útsæðinu og ef ekki er stöðug viðleitni til að draga úr því, t.d. með stofnræktun, hrakar útsæðinu smátt og smátt og ræktun verður loks ekki lengur arðbær. Kartöflubændur kannast við nauðsyn þess að endurnýja reglulega útsæðið ef ekki á illa að fara.
Unnt er að flytja inn stofnútsæði af nokkrum erlendum yrkjum sem hér eru ræktuð. Enn eru þó mikilvæg hér í ræktun gömul yrki sem ekki er hægt að fá útsæði af erlendis frá, Gullauga, Helga og Rauðar íslenskar. Þessi yrki eru svo viðkvæm fyrir m.a. kartöflumyglu að ekki væri mögulegt að framleiða útsæði af þeim erlendis þar sem álagið af myglu og ýmsum veirusjúkdómum er margfalt á við álagið hér á landi. Forsenda fyrir áframhaldandi ræktun þessara vinsælu yrkja hér er því innlend stofnræktun.
 
Samfelld stofnræktun hefur verið hér á landi síðan um miðja síðustu öld þegar Grænmetisverslun ríkisins (síðar landbúnaðarins) og Tilraunaráð jarðræktar hófu stofnræktun. Grænmetisversluninni var gert skylt að standa fyrir slíkri ræktun en þegar fyrirtækið var lagt niður árið 1986 var keflið sett í hendur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) og nýstofnaðrar Útsæðisnefndar. Árið 1992 var svokallaður Garð­ávaxtarsjóður mynd­að­ur úr hluta af eignum Grænmetisverslunarinnar og honum falið m.a. að fjármagna stofnræktina. Garðávaxtarsjóður var fyrst í vörslu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins en síðar lagður niður og eignir hans látnar inn í Framleiðnisjóð.
 
Algengt var að gömul yrki væru alsmituð með vissum veirusjúkdómum og svo var einnig með okkar gömlu yrki. Þannig voru Gullauga og Helga alsmituð með X veiru og Rauðar íslenskar alsmitaðar með bæði X og S veiru. Þessar veirur einar valda ekki áberandi einkennum á grösum, ljósir dílar og hrukkur geta þó komið á blöð, en óhætt er að fullyrða að þær geti dregið úr uppskeru sem nemur 10-15%. Þegar vefjaræktunartæknin kom til sögunnar varð mögulegt að ná veirufríum vef út úr alsmitaðri plöntu og rækta fram veirufría plöntu. Árið 1979 var byrjað að vinna með þessa tækni á RALA og búnir til veirufríir klónar af þessum gömlu yrkjum og þeir bornir saman í tilraunum. 
 
Tímamót urðu í stofnræktinni árið 1991. Þá hrundi gamla stofnræktin þegar sjúkdómurinn hringrot fannst í stofnútsæði en hann hafði borist með innfluttu útsæði. Hafin var ný stofnræktun með stuðningi Framleiðnisjóðs og notaðir hinir nýju veirufríu stofnar frá RALA. Þessir stofnar eru notaðir enn þann dag í dag og eru enn veirufríir. Eftir ýmsar skipulagsbreytingar í stofnanakerfinu er staðan nú sú að Samband garðyrkjubænda fyrir hönd kartöflubænda annast stofnræktina í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem leggur til aðstöðuna og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur styrkt verkefnið fjárhagslega.
Framkvæmdin fer fram sem hér segir: Árlega eru valdar móðurkartöflur af yrkjunum fjórum sem eru í stofnrækt, Gullauga, Helgu, Premiere og Rauðum íslenskum. Valið er eftir lit, lögun og þrótti. Gert er veirupróf til að tryggja að móðurhnýði séu enn laus við X og S veiru. Tekinn er vaxtarvefur úr spírum og ræktaðar fram plöntur við dauðhreinsuð skilyrði. Plönturnar eru síðan ræktaðar í gróðurhúsi og þar fengin fyrsta hnýðisuppskera. Þeim kartöflum er síðan fjölgað í 2 ár í sjúkdómsfríu landi áður en þær fara til þriggja stofnræktarbænda til framhaldsræktunar, en 2 þeirra eru í Eyjafirði og einn á Hornafirði. Með þessu móti má tryggja að ávallt sé sett inn í stofnræktina alheilbrigt og smitfrítt útsæði. 
Bændur sem rækta matarkartöflur geta síðan keypt útsæði hjá þessum stofnræktarbændum.
 
Kartöflubændur sem hafa svokallað útsæðisleyfi mega selja öðrum ræktendum kartöflur til niðursetningar en megin skilyrðin fyrir slíkum leyfum er að hringrot og hnúðormur finnist ekki hjá viðkomandi bónda og að hann endurnýi útsæði sitt reglulega með stofnútsæði. Eftirlitið er í höndum Matvælastofnunar.
 
Hér á landi hafa menn þurft að glíma við á annan tug sjúkdóma í kartöfluræktinni, miserfiða viðureignar. Hrukkutíglaveiki hvarf með nýju stofnræktinni og stöngulsýki sést varla í Gullauga, Helgu og Rauðum íslenskum lengur en eitthvað þó í Premiere. Erfiðast er að eiga við sveppasjúkdómana blöðrukláða, Phomarotnun og rótarflókasvepp en reynt er að takmarka þá eins og hægt er í stofnútsæðinu. Mjög mikilvægt er að geta heft frekari útbreiðslu á hringroti og kartöfluhnúðormi og þar þurfa kartöflubændur að gæta sérstakrar varúðar.
Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...