Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stöðuleiki mikilvægur til að efla íslenskan landbúnað
Fréttir 19. ágúst 2016

Stöðuleiki mikilvægur til að efla íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tillögur atvinnuveganefndar um nýja búvörusamninga voru voru lagðar fyrir þingmenn í byrjun vikunnar. Voru þær síðan kynntar á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag.

Á fundinum kom meðal annars fram að í gagnrýni á búvörusamninga hafa þrjú atriði staðið uppúr það er að segja að 10 ár séu of langur binditími, að að skortur hafi verið að víðtækari samráði við undirbúning samningana og gagnrýni á nýja aðferð við verðlagning landbúnaðarafurða.

Brugðist við gagnrými
Til að bregðast við gagnrýni á ofangreind atriði í tengslum við samningana er lagt til Alþingi samþykki 10 ára ramma sem þó skiptist í 3 áfanga og að fyrsti áfangi sem gildir 2017-2019 verði staðfestur. Aftur á móti skul tveir næstu áfangar, 2020 til 2023 og 2024 til 2026, verða háðir endurskoðun og afgreiðslu Alþingis og bænda. Endurskoðunarákvæðin eru í samræmi við samninginn.

Til að bregðast við gagnrýni á skort á samráði við undirbúning búvörusamninga er lagt til að Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipi samráðsvettvang um landbúnaðarstefnu sem hafi það verkefni að móta landbúnaðarstefnu sem 2. áfangi samninganna mun byggja á. Samráðsvettvangurinn skal vera skipaður fulltrúar bænda, neytenda, afurðastöðva, launþegahreyfingar, atvinnurekenda, samtökum sveitafélaga og meiri og minnihluta alþingis.

Sauðfjársamningurinn kveður á um að svæðisbundinn stuðningur verði aukinn en þar sem útfærsla á honum liggur ekki fyrir er uppi óvissa um áhrif samningana á svæði sem eru sérstaklega háð sauðfjárrækt.

Til að koma á móts við bændur á jaðarsvæðum skal leggja áherslu á að útfærsla Byggðastofnunar á svæðisbundnum stuðningi byggi helst á þeim þáttum að skilgreina sauðfjárrækt af ákveðinni stærð og fjarlægð frá næsta byggðakjarna og þéttbýli á þeim svæðum sem sérstaklega eru háð sauðfjárrækt. Sérstaklega hugað að ungum bændum.

Stöðuleiki mikilvægur
Á fundinum kom fram að nefndin teldi að með því að staðfesta 1. áfanga búvörusamninga er íslenskum landbúnaði tryggður stöðuleiki til að takast á við ný tækifæri og áskoranir. Með því að áfangaskipta búvörusamningum og koma á samráðsvettvangi sé skapað tækifæri til víðtæks samráðs um landbúnaðarstefnu þar sem markmiðið er að ná sátt um stöðu íslensks landbúnaðar.

Sérstakar áherslur
Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að loftslagsmál og hlutverk landbúnaðarins í að ná markmiðum Íslands verði forgangsverkefni rannsókna og ráðgjafaþjónustu. Unnið verði að því að auka þekkingu bænda, ráðunauta og vísindamanna og að við endurskoðun við lok 1. áfanga búvörusamninga liggi fyrir aðgerðaráætlun.

Lögð áhersla á að reglugerðum um upprunamerkingar á matvælum verði framfylgt þannig að tryggt sé að neytendur fái réttar upplýsingar um uppruna þeirra vöru sem er til sölu í matvöruverslunum.

Um nautgriparækt
Um þann hluta búvörusamningsins sem fjallar um nautgriparækt er lagt til að ákvörðun um niðurfellingu framleiðslustýringar verður tekin við endurskoðun vegna 2. áfanga samninganna árið 2019.

Samráðsvettvangur um landbúnaðarstefnu taki til umfjöllunar með hvaða hætti samkeppnislög taki til mjólkurframleiðslu og skilgreint verði hvaða breytingar þurfi að gera við söfnun og dreifingu mjólkurafurða til þess að svo megi verða.

Útgjöld vegna samninganna
Á blaðamannafundinum kom fram að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar níu hundruð milljónir árið 2017 en fari stiglækkandi út samningstímann og verða heldur lægri á síðasta ári samningsins en þau verða árið 2016.

Ástæður kostnaðaraukningarinnar eru þær helstar að tímabundið framlag vegna innleiðingar á nýjum reglugerðum um velferð dýra hafa mikinn kostnað í för með sér, stuðningur við átak í tengslum við innflutning á nýju erfðaefni af holdanautastofni til að efla framleiðslu og bæta gæði á nautakjöti, aukinn stuðningur við lífræna ræktun og framlög til að skjóta stoðum undir aukna fjölbreytni í landbúnaði.

Nýjar áherslur
Mat nefndarinnar er að með því að staðfesta ramma um búvörusamninga til 10 ára sé íslenskum landbúnaði mörkuð ný framtíðarsýn. Áhersla er lögð á að tryggja byggð um allt land, sérstöðu íslensks landbúnaðar þegar kemur að hreinleika og lítilli lyfjanotkun.

Staðfesting samningsins tryggja að aðbúnaður húsdýra í íslenskum landbúnaði verði í alla staði til fyrirmyndar og að aukin áhersla verði á lífræna framleiðslu. Að lögð verð áhersla á samspil landbúnaðar og umhverfisverndar og áherslu á sjálfbæra landnýtingu.

Staðfesting samningsins tryggir einnig að nýliðun og kynslóðaskipti í landbúnaði verða auðveldari en verið hefur og stuðlar að aukinni og arðbærari landbúnaðarframleiðslu.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...