Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB
Fréttir 21. júlí 2014

Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB

Höfundur: Erna

Í aðildarsamningi Finnlands (Svíþjóðar og Austurríkis) að ESB er kveðið á um sérstakar heimildir til stuðnings við landbúnað norðan 62. breiddargráðu (142 grein) og við landbúnað í suður Finnlandi (141 grein).

Stuðningur samkvæmt 142. grein, oft nefndur norðlægur stuðningur, er tengdur við framleiðslu eða gripafjölda. Um 55,5% landbúnaðarlands í Finnlandi er á svæðum sem njóta réttar til stuðnings samkvæmt þessu ákvæði. Skilvirkni norðlægs stuðnings er endurmetin á fimm ára fresti. Árið 2007 gerði framkvæmdastjórn ESB úttekt á því hversu vel tekist hefði að ná markmiðum stuðningsins og hvort þær aðferðir sem beitt er væru enn gerlegar og réttlætanlegar. Á grunni niðurstaðna þessarar úttektar fóru fram viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og Finnlands um framtíð og þróun norðlægs stuðnings, á árinu 2008. Niðurstaðan var sú að hætta að tengja stuðning við svína- og alifuglakjötsframleiðslu við gripafjölda en enn eru greiðslur tengdar gripafjölda í nautakjötsframleiðslu.

Dregið úr stuðningi Suður-Finnlandi

Stuðningur við landbúnað í Suður Finnlandi hefur verið endurskoðaður og munu greiðslur sem byggjast á grein 141, samkvæmt samkomulagi við ESB dragast saman um 17,4 milljónir Evra á tímabilinu 2014-2020. Innanlands stuðningur, þ.e.a.s. stuðningur sem greiddur er úr sjóðum Finnska ríkisins samkvæmt sérstöku samkomulagi í aðildarsamningi (greinar 141, 142 ofl.), hefur dregist saman úr 552 milljónum Evra árið 2009 í 499 milljónir Evra árið 2014 (áætluð fjárhæð).

Hlutur finnska ríkisins vegna CAP eykst

Stuðningur samkvæmt sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB, CAP, er hins vegar nokkurn veginn óbreyttur eða ríflega 1.320 milljónir Evra á sama tímabili. Hlutdeild Finnlands í fjármögnun þess hluta á tímabilinu hefur hins vegar hækkað úr 555 milljónir Evra (42%) í 566 milljónir Evra (43%.) /EB

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...