Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigurdís Edda Jóhannesdóttir í Gróðrarstöðinni Ártanga.
Sigurdís Edda Jóhannesdóttir í Gróðrarstöðinni Ártanga.
Mynd / smh
Fréttir 15. júlí 2019

Stöðugt framboð kryddjurta allt árið

Höfundur: smh
Það er óhætt að segja að þegar Gróðrarstöðin Ártangi hóf framleiðslu og sölu á ferskum kryddjurtum í lok árs 2013 hafi það gjörbreytt landslaginu hvað varðar framboð á ferskum kryddjurtum á Íslandi. Krydd­jurtaframleiðslan þar gengur vel og reksturinn er stöðugur í gróðrarstöðinni, en sumarblómaframleiðslan hefur náð hámarki þetta sumarið og styttist í sumarfrí eigenda og starfsmanna Ártanga. 
 
Áður en Ártangi hóf kryddjurtaframleiðslu sína var eingöngu í boði að kaupa lífrænt ræktaðar ferskar kryddjurtir í stórmörkuðum – sem voru aðeins dýrari – og síðan innfluttar í plastbökkum. Það er líka eftirtektarvert hversu stöðugt framboð er frá Ártanga flesta daga af mismunandi kryddjurtategundum.
 
„Við sáum í fjögur til fimm þúsund potta í hverri viku, þannig að framleiðslan er orðin talsverð,“ segir Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, sem á og rekur Ártanga ásamt manni sínum, Gunnari Þorgeirssyni, formanni Sambands garðyrkjubænda.
 
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, var við störf í gróðrarstöðinni þegar blaðamaður var þar á ferð. 
 
„Tegundirnar þurfa mislangan ræktunartíma; rósmarínið til dæmis þarf tíu til tólf vikur og myntan kannski átta til níu, en sumar aðrar, eins og basilika, þurfa ekki nema fáeinar vikur. 
 
Við notum bara lífrænar varnir hér – mý, vespur mítla, ránmaura og títur – til að uppræta meindýr og og því engin eiturefnanotkun, en getum þurft að grípa inn í með örverum og sveppum ef sveppasjúkdómar herja á plönturnar,“ segir Sigurdís.
 
Styttist í sumarfrí 
 
„Núna sjáum við fram á að geta fljótlega farið í sumarfrí því það er minnst að gera hjá okkur í júlí hvað varðar blómaræktunina. Það má segja að við séum að undirbúa vertíðina frá því á haustin og fram á vor, en þá vill fólk fara að gera fínt hjá sér; fyrst með laukum og síðan sumarblómum. Stöðin verður þá rekin á lágmarksvinnuafli og bara kryddjurtirnar í framleiðslu. 
 
Það er því mest að gera hjá okkur frá desember og fram að páskum. Þegar sumarblómatímabilinu lýkur, tökum við jólastjörnur inn sem eru fram yfir byrjun desember og þá fara túlípanar inn í ræktunarhúsin. 
 
Þá flytjum við inn í lok ágúst eða byrjun september og þeir eru settir niður í kassa í september og október í kælum svo þeir festi rætur hægt og rólega. Það tekur minnst sextán vikur að rækta túlípana, frá því þeir koma í hús og þar til þeir eru tilbúnir til sölu eftir þriggja vikna vaxtartíma í húsunum,“ segir Sigurdís Edda og bætir við að hún leggi drög að umfangi ræktunarinnar í apríl og panti svo inn fyrir næsta tímabil í maí. 
 
Í jólavertíðinni eru seldar um tvö þúsund jólastjörnur og áætlar Sigurdís að á tímabilinu frá miðjum desember og að páskum selji þau um 500 þúsund afskorna túlípanastilka – um 150 þúsund um jólin. 
 
Í húsunum hjá okkur er nú svona nánast afgangurinn af því sem ræktað verður af sumarblómum þetta sumarið, en við erum þó með opið fyrir blómasölu alveg til 21. júlí. Raunar er hægt að koma við hjá okkur fram að þeim tíma ef fólk vill kaupa kryddjurtir eða tómataplöntur svo eitthvað sé nefnt.“
 
Bjargráð að framleiða kryddjurtir eftir hrun
 
Ástæðu þess að Ártangi hóf að rækta kryddjurtir má rekja aftur til efnahagshrunsins árið 2008, en í kjölfar þess drógu Íslendingar úr ýmsum útgjöldum og spöruðu meðal annars við sig kaup á pottablómum. Túlípanaframleiðslan rétt hélt lífi í Ártanga, en ekki nema hluta ársins. 
 
Þeirri hugmynd skaut þá upp kollinum að kannski væri vænlegt að framleiða kryddjurtir – og íslenskir neytendur þekkja síðan þá sögu.
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...