Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum
Fréttir 14. ágúst 2018

Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Laganna verðir í Rúmeníu lögðu fyrir skömmu til atlögu við glæpasamtök í landinu sem hafa stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjölum þar sem enn má finna leifar af frumskógum Evrópu.

Karpatafjöll eru fjallgarður sem teygir sig frá Mið-Evrópu til Austur-Evrópu og sá næstlengsti í Evrópu og er um það bil 1.500 kílómetrar að lengd. Í fjöllunum er að finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu og leifar af síðustu frumskógum Evrópu.

Í aðgerðum lögreglu var meðal annars starfsemi timburframleiðslu fyrirtækisins Schweighofer Holzindustrie stöðvuð en fyrirtækið er í eigu Ástrala. Auk skógarhöggsmanna og flutningabílstjóra hefur fjöldi opinberra starfsmanna einnig lent í tugthúsinu fyrir að gefa út fölsk leyfi til skógarhöggs og í sumum tilfellum í friðlandi.

Talið er að starfsemin teygi sig aftur til ársins 2011 og að hún hafi velt tugmilljónum evra.

Skylt efni: Rúmenía | skógaeyðing

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...