Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum
Fréttir 14. ágúst 2018

Stjórnvöld stöðva ólöglegt skógarhögg í Karpatafjöllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Laganna verðir í Rúmeníu lögðu fyrir skömmu til atlögu við glæpasamtök í landinu sem hafa stundað ólöglegt skógarhögg í Karpatafjölum þar sem enn má finna leifar af frumskógum Evrópu.

Karpatafjöll eru fjallgarður sem teygir sig frá Mið-Evrópu til Austur-Evrópu og sá næstlengsti í Evrópu og er um það bil 1.500 kílómetrar að lengd. Í fjöllunum er að finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu og leifar af síðustu frumskógum Evrópu.

Í aðgerðum lögreglu var meðal annars starfsemi timburframleiðslu fyrirtækisins Schweighofer Holzindustrie stöðvuð en fyrirtækið er í eigu Ástrala. Auk skógarhöggsmanna og flutningabílstjóra hefur fjöldi opinberra starfsmanna einnig lent í tugthúsinu fyrir að gefa út fölsk leyfi til skógarhöggs og í sumum tilfellum í friðlandi.

Talið er að starfsemin teygi sig aftur til ársins 2011 og að hún hafi velt tugmilljónum evra.

Skylt efni: Rúmenía | skógaeyðing

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f