Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Bændur hafa fimm mánuði til að uppfylla kröfu um átta vikna útivist nautgripa á ári hverju. Mynd tengist frétt ekki beint.
Bændur hafa fimm mánuði til að uppfylla kröfu um átta vikna útivist nautgripa á ári hverju. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (MAST) sektaði þá fyrir að hafa ekki tryggt nautgripum sínum lögmæta útivist á grónu landi sumarið 2023.

Matvælaráðuneytið hefur staðfest þá ákvörðun með úrskurði sem birtist 16. apríl, en bændurnir andmæltu ákvörðun MAST um álagningu stjórnvaldssektar og sendu erindi til ráðuneytisins. MAST hugðist fyrst sekta bændurna um 580.000 krónur, en upphæðin var lækkuð niður í 350.000 krónur.

Í andmælabréfi sem bændurnir sendu MAST kom fram að þar sem einungis þrjú af fimmtíu og átta kúabúum í suðvesturumdæmi hafi verið sektuð fyrir sama brot hljóti eftirlit stofnunarinnar ekki að vera í lagi. Ef allir bændur á svæðinu sem ekki settu kýrnar út umrætt sumar hefðu fengið sekt hefðu þau að öllum líkindum ekki gert neitt í málinu. Þeim sé hins vegar misboðið þar sem búum sé mismunað og jafnræðis ekki gætt.

Í svari við fyrirspurn til MAST kemur fram að álagðar stjórnvaldssektir stofnunarinnar varðandi brot á útivist nautgripa eru fjórar frá árinu 2022. Allar voru þær í suðvesturumdæmi Matvælastofnunar, sem nær frá sunnanverðu Reykjanesi til norðanverðs Snæfellsness.

Óhagstætt tíðarfar

Bændurnir benda á að langvarandi rigningatíð hafi verið í byrjun sumars sem hafi verið fylgt af linnulausum þurrkum. Aðstæður til beitar og heyöflunar hafi því verið sérlega óhagstæðar og töldu bændurnir ekki mikla dýravelferð felast í því að setja hánytja mjólkurkýr út á brennda mela. Ákvörðunin um að setja mjólkurkýrnar ekki út hafi ekki verið tekin af léttúð og það sé ekki stefna að halda gripum inni allt sumarið.

Bændurnir gera jafnframt athugasemd við framferði eftirlitsmanns MAST sem hafi leyft sér að hefja umræðu um málið við einn af rekstraraðilum búsins í Kaupfélagi Borgfirðinga. Það séu ófagleg vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem fari með viðkvæm mál.

Í kvörtun sinni benda bændurnir á að miðað við tímasetningu eftirlitsins sem átti sér stað í lok ágúst og að í umsögninni sem fylgdi kærunni hafi verið tekið fram að brotið hafi þá verið fullframið hafi mátt skilja það svo að ekki hafi verið stefnt að því að gæta meðalhófs og gefa bændunum færi á að gera úrbætur.

Krafa um átta vikna útivist

Í úrskurði matvælaráðuneytisins er bent á að MAST hafi byggt sína ákvörðun á því að bændurnir „hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 55/2013 og reglugerðar nr. 1065/2014 þar sem kveðið er á um að umráðamenn kúa skuli tryggja skepnum sínum lágmarksbeit á grónu landi“. Í reglugerðinni komi fram að naut- gripir skuli vera settir á beit í minnst átta vikur á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert.

Ekki hafi verið hægt að sýna fram á nein ummerki um útivist nautgripa á umræddu búi þar sem geldkýr og kvígur hafi verið settar upp á kerru og keyrðar í úthaga á meðan mjólkurkýrnar voru hafðar inni í fjósi. Þá hafi bústjóri viðurkennt fyrir eftirlitsmanni að kýrnar hafi ekki verið settar út.

Ráðuneytið telur að MAST hafi verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á bændurna. Stofnunin hafi byggt ákvörðun sína og mat á hvort lágmarksútivist hafi verið sinnt á eftirlitsheimsóknum, ummerkjum á vettvangi og ábendingum ásamt því sem játning hafi legið fyrir frá bústjóra. Stjórnvaldsákvarðanir séu kæranlegar en athugasemdum um framferði eftirlitsmanna skuli beina til forstöðumanns MAST.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...