Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra..
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra..
Skoðun 5. júlí 2019

Stjórnsýsla landbúnaðar- og matvælamála efld

Höfundur: Kristján Þór Júlíusson.

Alþingi samþykkti í byrjun þessa mánaðar frumvarp mitt um breytingu á stjórnsýslu landbúnaðar- og matvælamála þannig að verkefni, sem nú heyrir undir Matvælastofnun, færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 1. janúar næstkomandi.

Verkefnin varða stjórn búvöruframleiðslunnar samkvæmt búvörulögum, búnaðarlögum, búvörusamningum og búnaðarlagasamningi. Til þessa telst skráning greiðslumarks lögbýla, framkvæmd beingreiðslna, söfnun hagtalna um búvöruframleiðsluna, eftirlit með ásetningu búfjár, söfnun hjarðbóka o.fl. Flest þessara verkefna voru fram til ársloka 2015 í höndum Bændasamtaka Íslands en voru færð til Matvælastofnunar árið 2015 til samræmis við tillögur Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.

Með því að koma þessum stjórnsýsluverkefnum á einn stað undir einni yfirstjórn í ráðuneytinu er horft til þess að auka möguleika til forgangsröðunar og gefur möguleika til að þróa stjórnsýsluna með skilvirkari hætti. Þannig mun t.d. hverfa tvíverknaður sem sprottið hefur af framkvæmd greiðslna til bænda, gerð samninga og umfjöllun álitaefna á tveimur stöðum. Það auðveldar þennan flutning að umrædd verkefni eru skýrt aðgreind frá öðrum verkefnum Matvælastofnunar og falla raunar ekki sérlega vel að kjarnaverkefnum hennar sem eru matvælaeftirlit og eftirlit með heilbrigði og aðbúnaði dýra.

Samþykkt frumvarpsins er því virkilega ánægjulegt skref sem mun efla stjórnsýslu og stefnumótun á sviði landbúnaðar- og matvælamála. Hér er því um mikið framfaramál að ræða fyrir íslenska bændur og raunar alla þá sem standa að íslenskri matvælaframleiðslu. 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...