Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Fréttir 3. apríl 2017

Stjarnfræðileg upphæð til samgöngumála á 12 árum

Höfundur: Dagbladet - ehg
Ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi kynnti á dögunum nýja samgönguáætlun og upplýsti að ákveðið hefur verið að verja þúsund milljörðum norskra króna, um 14 þúsund milljörðum íslenskra króna, til samgöngumála í landinu næstu 12 árin. Erna Solberg sagði þetta sögulega stund, enda aldrei áður varið jafn miklu fjármagni í málaflokkinn þar í landi. 
 
Eftir að hafa skoðað hvernig á að verja upphæðinni eru ekki allir á eitt sáttir um ráðahaginn og þannig finnst mörgum í dreifbýlinu þeir vera sniðgengnir. Um 45 prósent af fjármagninu á að nota í lestarkerfið, eins og ný lestargöng undir Osló, minnka á ferðatímann milli Bergen og Osló og bæta á lestarspor í Neðra-Rómarríki svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa gagnrýnt þessa nýju áætlun og benda á að það séu fleiri þættir mikilvægir en að komast hratt á milli áfangastaða, eins og að hafa örugga vegi og að bæta þurfi allar almenningssamgöngur, ekki einungis lestarkerfið. Erna Solberg og flokksfélagar hennar hafa þó ekki alveg gleymt landsbyggðinni þar sem hún setur nú mikið fjármagn til byggingar á nýjum flugvelli í Bodø í Norður-Noregi og á nokkrum hættulegum þjóðvegum. 
 
MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...